Rósa Guðmundsdóttir (68) er drottning Rauðu seríanna:

Í hartnær 30 ár hafa Íslendingar notið þess að sökkva sér niður í eldheitar ástar- og örlagasögur Rauðu seríunnar sem einnig eru gefnar út á rafbókaformi. Rósa Guðmundsdóttir sér til þess að Íslendingar fái sinn skammt af ástarsögum í hverjum mánuði.

Ódýrust “Ég sá grein í Mogganum um daginn þar sem ég sá að jólabækurnar koma út jafnóðum á Amazon. Þessar rafbækur þar eru dýrari en venjulegar bækur. Ég er með mína eigin rafbókabúð þar sem ég er með 350 titla en það virðist enginn vilja tala um það. Ódýrustu jólabækurnar fást hjá okkur og ódýrustu rafbækurnar. Hvað viljum við hafa það betra?” spyr Rósa.

“Rauða serían kemur út með 72 titla á ári, þeir koma út í byrjun hvers mánaðar en ef mánaðamót detta á helgi þá dreifum við þessu fyrir helgi. Ég dreifi bókunum til viðskiptavina minna og set svo rafbækurnar inn á vefinn samdægurs. Svo er ég með nokkra áskrifendur sem eru svo fullorðnir að þeir kunna ekki að hlaða bókunum niður þannig að ég sendi þeim þetta á email. Bækurnar mínar kosta ekki nema 820 krónur og því mun ódýrari heldur en kiljurnar á Amazon en þær eru að fara á 4000-5000 kr.”

Allir geta lesið bækurnar

Þegar ég stofnaði þessa rafbókabúð árið 2010 sögðu allir að þetta myndi ekki virka og að ég ætti að semja við Amazon en ég vildi það ekki því það þýðir að bækurnar yrðu læstar og ekki hægt að lesa þær á fleiri tölvum. Ég hef aldrei skilið af hverju það þarf að læsa þessum rafbókum hjá þeim. Þetta er eins og að Rauða seríankaupa bók. Þegar þú kaupir bók þá lánar maður vinum og vandamönnum bókina þegar maður er búinn að lesa hana þannig að hátt í 10 manns lesa oft sömu bókina. Það á auðvitað bara að vera eins með rafbækur,” segir Rósa.

“Bókaútgáfan er 30 ára í dag og við höfum gefið út 358 ástartitla í heildina, ást og afbrot 350, sjúkrahússögur 332 og örlagasögurnar eru orðnar 319.”

Keypti prentsmiðju á Akureyri

Rósa hefur verið með Rauðu ástarsögurnar frá árinu 1979 og er hvergi nærri hætt.

„Ég sá litla sakleysislega auglýsingu sem varð til þess að ég og Kári, maðurinn minn, keyptum prentsmiðju á Akureyri árið 1979. Hana átti Árni Sverrisson og þaðan kemur nafnið Ásprent. Ég vildi ólm kaupa þetta fyrirtæki og sagði við Kára: „Við getum þá alveg eins farið á haus með stæl.“ „Þetta er ekki nema eitt og hálft starf,“ sagði Árni hughreystandi, þegar hann sá mig með drengina okkar þrjá í eftirdragi. Þetta var ekki bermið pleis. Einn geymur og krossviðarkassi á miðju gólfi. Við ákváðum strax að skipta með okkur verkum: Kári sæi um prentsmiðjuna en ég um fjármálin. Þessi ákvörðun var tekin 31. október 1979 sem var brúðkaupsafmælisdagur okkar.

Rauða seríanAllt í okkar lífi gerist á svona sérkennilegum tímum og þetta var skemmtilegt því það gekk vel strax frá upphafi. Samt var þetta enginn dans á rósum. Þetta var mikil vinna. Strákarnir höfðu sitt aðsetur í prentsmiðjunni og undu sínum hag bara ágætlega. Í byrjun var allur texti settur á ritvél en ég byrjaði strax að letursetja og vinna auglýsingar í Dagskrána sem var gefin út vikulega og var sex síður. Raggi Lár teiknaði fyrir okkur forsíður. Það var helsta breytingin hjá okkur í byrjun – og svo byrjuðum við að prenta í lit, sem þekktist ekki áður fyrir norðan,“ segir Rósa.
Fáir höfðu trú á þessu
„Söluhæsti mánuðurinn er desember, ekki síst af því að bækurnar eru ódýrar. Svo datt mér í hug að setja saman í pakka fjórar nýjar bækur og selja með afslætti. Hann heitir Ódýri pakkinn og síðan bjó ég til Bónuspakkann hann inniheldur fjórar bækur og eitt blað, 98% af sölunni er í pökkunum,“ segir Rósa og hlakkar til jólabókaflóðsins.
„Fáir höfðu trú á þessari útgáfu í upphafi, nema ég sjálf. Af hverju ertu að þessu? spurðu margir. Af hverju ertu með svona asnalegar kápur? Svona sterka liti? Einu kiljurnar sem til voru á Íslandi á þeim árum voru Ísfólkið og Basil fursti. En ég sagði: Höfum kápurnar í sterkum litum, eins og á ævintýrabókum, þá man fólk eftir kápunum þegar það kemur inn í búðina,“ segir Rósa sem hafði svo sannarlega rétt fyrir sér þar sem Rauðu seríurnar hafa blómstrað.

Related Posts