Anna Gréta Oddsdóttir (27) kýs lífrænt:

Það var margt um manninn þegar þýska snyrtivörumerkið Lavera fagnaði fimm ára afmæli sínu á Íslandi og spennandi nýjungum á skemmtistaðnum Sólon.

FLOTT HJÓN: Halldór Kjartansson, einn af eigendum Kj. Kjartanssonar, ásamt eiginkonu sinni, Snjólaugu Jóhannesdóttur.

FLOTT HJÓN:
Halldór Kjartansson, einn af eigendum Kj. Kjartanssonar, ásamt eiginkonu sinni, Snjólaugu Jóhannesdóttur.

 

Holl fegurð „Ég byrjaði að nota lífrænar vörur eftir að ég hafði átt í erfiðleikum með húðina í nokkurn tíma og hafði prófað öll trixin í bókinni en ekkert virkaði. Þá rakst ég á þessar vörur og það var ást við fyrstu sýn, húðinni minni leið strax betur og ég fann að þetta var málið,“ segir jógakennarinn og blaðamaðurinn Anna Gréta Oddsdóttir sem starfar einnig hjá heildsölunni Kj. Kjartansson sem er með umboðið fyrir vörurnar.

LACERA FÓLKIÐ: Aldís Vala, starfsmaður Lavera á Íslandi, og Graeme Hume, innflutningsaðili Lavera í Bretlandi.

Anna Gréta segir sölu á lífrænum snyrtivörum vera að stóraukast enda sé fólk mikið byrjað að hugsa um innihaldsefni varanna sem það ber á sig. „Persónulega kýs ég langoftast lífrænar vörur sem eru lausar við öll skaðleg aukaefni. En síðan er húðumhirða svo miklu meira en vörur sem þú berð á þig útvortis. Þetta snýst einnig um hvað þú borðar og hvort þú hugsar vel um bæði líkamlega og andlega heilsu.“

Anna Gréta segir starfsmenn Lavera hafa verið í skýjunum með partíið og allt hafi gengið eins og í sögu. „Fólk er greinilega að átta sig á mikilvægi þess að vera meðvitað um þau efni sem borin eru á líkamann. Það er mikill áhugi fyrir lífrænum vörum og það sýndi sig og sannaði hér í kvöld.“

HEILSUDÖMUR: Lára, Inga, Bryndís, og Rósa skemmtu sér konunglega.

HEILSUDÖMUR:
Lára, Inga, Bryndís, og Rósa skemmtu sér konunglega.

 

 

GAMAN: Anna Gréta ásamt tengdamóður sinni, Rakel Kristjánsdóttur.

GAMAN:
Anna Gréta ásamt tengdamóður sinni, Rakel Kristjánsdóttur.

 

ÁHUGASAMAR: Steingerður, Þórdís og Svanhildur Helga kynntu sér það nýjasta í lífræna bransanum.

ÁHUGASAMAR:
Steingerður, Þórdís og Svanhildur Helga kynntu sér það nýjasta í lífræna bransanum.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

 

Related Posts