Ásgeir jónsson

FLOTTUR: Ásgeir hefur klárað tvær IronMan-keppnir.

Ásgeir Jónsson (46)  hjálpar fólki að láta drauma sína rætast:

Ásgeir Jónsson stofnaði fyrirtækið Takmarkalaust Líf ehf. fyrir fjórum árum. Fyrir þann tíma hafði hann starfað hjá Ölgerðinni en leið þar eins og tilgangurinn væri ekki til staðar og sneri því við blaðinu.

Óttalaus „Þetta er fyrirtæki sem gengur út á það að hjálpa fólki að láta drauma sína rætast. Hvort sem það er að klífa fjöll, fara í háskólanám eða tala fyrir framan fólk,“ segir Ásgeir, eigandi Takmarkalaust Líf ehf.

Ásgeir segir alla eiga sína einstaka drauma en óttinn hindri oft. „Það hjálpar mér að hjálpa öðrum. Hamingjan felst í því að vera sáttur við sig og sitt. Sönn hamingja felst í að lifa óttalausu lífi og láta drauma sína rætast, óttinn er til þess gerður að halda í okkur lífi en hann er oft að skipta sér af einhverjum sem honum kemur ekkert við. Við erum alltaf að óttast eitthvað sem skiptir ekki máli eins og óttann við að mistakast og ótta við hvað öðru fólki finnst.“

Það eru mörg námskeið á dagskránni hjá Takmarkalaust þar á meðal eitt sem hjálpar fólki eftir starfslok. „Fólk er oft skyldað til að hætta að vinna því að talan á blaðinu segir til um að það eigi að hætta vinna. Hjá okkur Íslendingum er vinnan oft stærsta áhugamálið og þegar fólk hættir þá þarf það að finna nýjar áskoranir í lífinu. Lykillinn á bak við langlífi er að hafa tilgang og áskoranir til að takast á við í lífinu.

Áður en Ásgeir stofnaði Takmarkalaust líf var hann starfsmaður Ölgerðarinnar í 12 ár. „Það var gaman að vinna hjá Ölgerðinni en tilgangurinn var ekki mikill, það er munur á því hvað er skemmtilegt og hvað gefur manni tilgang í lífinu. Það sem gefur mér tilgang er að hjálpa fólki að láta drauma sína rætast.“

 

 

Related Posts