Tískudívan Nína Björk Gunnarsdóttir (38) og Pelserfinginn Aron Karlsson (44) í örmum Amors:

Nína dögg

SÚPERMÓDEL: Nína Björk var á yngri árum þekkt sem fyrirsæta og var ein sú glæsilegasta sem þjóðin átti. Hún starfar sem ljósmyndari í dag. Hér á svölum í Barcelona.

Ester og Karl, oftast kennd við verslunina Pelsinn, hafa verið áberandi í samkvæmislífinu um áratugaskeið en nú tekur Aron, sonur þeirra, við eftir að hann féll fyrir Nínu Björk Gunnarsdóttur.

Ástin eins og blóm „Ég fagna öllu sem er fallegt og mér finnst mikilvægt að Aron og Nína fái að þróa nýtt samband í friði. Ástin er viðkvæm þegar hún er ung. Ég þekki vel til Nínu og við öll í fjölskyldunni, nema Aron, þau kynntust í barnaafmæli hjá yngri syni mínum, Styrmi. Virkilega rómantískt allt saman en ég tel best að leyfa fullorðnu fólki að vera í friði með svona nýtt samband,“ segir Ester og vonar að allt fari vel.

„Ástin er eins og blóm sem þarf að vökva á báða bóga, það eina sem skiptir máli í lífinu er að næra ástina og vera jákvæður. Við Kalli minn höfum verið gift í 44 ár og það kemur ekkert af sjálfu sér. Galdurinn á bak við gott hjónaband er að vera félagi maka síns og kynda undir reglulega. Ég hef alltaf sagt að autt rúm sé betra en illa skipað.“

Sitthvað hefur gengið á hjá Ester og fjölskyldu og hefur það ekki alltaf verið auðvelt.

„Svo lengi sem maður stendur í lappirnar þá er maður sáttur, síðustu misseri hafa ekki verið létt en öll él styttir upp um síðir. Það eina sem dugar í mótlæti er að mæta lífinu með jákvæðni, þá gengur allt betur.“

 

SH1109287149-10

GLÆSILEGT PAR: Ester og Kalli vekja ávallt eftirtekt hvert sem þau koma.

 

Nína Björk

SYNGJANDI Á KÚBU: Nína Björk hefur víða farið sem fyrirsæta. Hér dansar hún og syngur á útikaffihúsi á Kúbu.

 

Nína dögg

Á ÚTIMARKAÐI: Nína skoðar íslenskan harðfisk á útimarkaði.

 

Nína

MEÐ PABBA: Aron og Kalli í Pelsinum á góðri stund.

 

Related Posts