Ásdís Rán (36) á leið í atvinnuflugmannspróf í Svíþjóð:

Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir hefur getið sér gott orð í viðskiptalífinu og sem fyrirsæta. Hún hefur þó fundið sér nýtt áhugamál og er orðin þyrluflugmaður. Ásdís ætlar sér stóra hluti í þyrlufluginu og er á leiðinni til Svíþjóðar til að taka atvinnuflugmannspróf á þyrlu.

SJÓÐHEIT: Ásdís Rán á fullu í samkvæmislífi síðustu helgar þar sem hún gaf ekki tommu eftir frekar en fyrri daginn. Stórglæsileg eftir miðnætti í afmælisveislu í Gamla bíói.

SJÓÐHEIT: Ásdís Rán á fullu í samkvæmislífi þar sem hún gaf ekki tommu eftir frekar en fyrri daginn. Stórglæsileg eftir miðnætti í afmælisveislu í Gamla bíói.

Þyrla „Ég er einmitt nýkomin aftur til Rúmeníu til að halda áfram með námið. Það tók mig sjö mánuði með jólafríum og svona að fá þyrluréttindin og ég er búin að fljúga slatta, er komin með hátt í 100 flugtíma,“ segir Ásdís Rán sem ætlar sér meira í þyrlufluginu.

„Ég er að fara í næstu viku til Stokkhólms þar sem ég tek próf á AS350-þyrlu sem er stærri þyrla. Það er þyrlan sem er vinsælust á Íslandi, sú sem Íslendingar sjá mest af. Ég þarf að hafa próf á einhverja sérstaka týpu af þyrlu, sú sem ég hef próf á er aðeins tveggja sæta. Maður byrjar að læra á tveggja sæta þyrlu og síðan fer maður í stærri þyrlu. Ég er að taka nokkra tíma hér í Rúmeníu og svo pakka ég öllu niður, fer til Búlgaríu og þaðan til Svíþjóðar til að klára námið á stóru þyrluna. Það nám mun samt ekki taka nema rúma viku.“

Með þyrlur á heilanum

Ásdís Rán hefur stóra drauma þegar kemur að þyrlufluginu og dreymir um að starfa hjá Landhelgisgæslunni. Hún segir þó mikið verk fyrir höndum til að ná markmiði sínu og flýtir sér hægt.

„Draumurinn er að fljúga hjá Landhelgisgæslunni en til þess þarf maður atvinnuréttindi og þá þarf ég 80 flugtíma í viðbót og mun þurfa að taka einhver fjórtán bókleg próf. Við skulum bara segja að ég ætli að sjá til hvað ég kemst langt. Þetta tekur tíma og kostar mikið af peningum þannig að ég ætla ekki að gera mér of miklar vonir,“ segir Ásdís og er sammála því að það komi kannski mörgum spánskt fyrir sjónir að sjá Ísdrottninguna fljúga um á þyrlu.

Alin upp af bifvélavirkjum

„Ég er búin að vera með þyrlur á heilanum síðan ég fór fyrst í þyrlu fyrir tíu árum og mig hefur alltaf langað að læra á þetta. Ég er alin upp í tækjafjölskyldu af bifvélavirkjum og hef alltaf verið viðloðandi vélar þannig að þetta er bara í blóðinu. Mér datt nú ekki í hug að ég yrði þyrluflugmaður en lífið tekur alltaf óvænta stefnu.“

Eins og áður sagði dreymir Ásdísi um að fljúga fyrir Landhelgisgæsluna en heldur hún að fólki myndi bregða ef það sæi að Ásdís Rán væri að sækja það í sjúkraflugi upp á jökul?

„Ég heyrði af því að íslenskir karlmenn væru byrjaðir að plana einhver slys uppi á jökli svo ég gæti komið að sækja þá ef ég myndi komast að hjá Landhelgisgæslunni,“ segir Ásdís og hlær.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts