ISAVIA er flott á því þegar kemur að árshátíð fyrirtækisins sem er sú flottasta og dýrasta á landinu. Niðurgreidd fyrir starfsfólk með milljónum sem fara ekki síst í að borga mörgu af helsta tónlistarfólki landsins á Hilton þar sem gleðin ræður ríkjum á mörgum hæðum.

 „Þetta tókst alveg rosalega vel. Það var mikil stemning og mikil gleði við völd. Það var metþátttaka hjá okkur, við höfum aldrei haldið svona stóra árshátíð áður. Þegar kemur að fjölda þá var þetta sú allra stærsta en 1050 manns mættu og allt uppselt. Við höfum haldið margar góðar árshátíðir síðustu ár en þessi toppaði þær allar,“ segir Hafdís Viggósdóttir hjá mannauðssviði Isavia ánægð.

Isavia

GLÆSILEG SAMAN: Gunnar Egill Sigurðsson, Guðný María Jóhannsdóttir, Gunnar Sigurðsson og Stefán Jónsson voru stórglæsileg.

Sjáið allar myndirnar í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts