Steinunn Marteinsdóttir (79) er óhrædd við að fara sínar eigin leiðir í lífinu og listinni og Árni Bergmann (80) líka:

Vinir og velunnarar Steinunnar fjölmenntu á opnun yfirlitssýningar hennar í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ. Árni Bergmann, unnusti hennar, fór þar fremstur í flokki og tók myndir af gestum og gangandi.

Ástríðufull listakona „Ég var að taka myndir fyrir Steinunni og opnunin gekk ljómandi vel,“ segir Árni sem ljómaði á sýningu unnustunnar. „Ástin fylgir lífinu hvað svo sem fólk er gamalt. Það er ágætis aría eftir Pushkin og Tchaikovsky, sem hefst með þessari ljóðlínu: „Öll aldursskeið eru ástinni undirgefin,“ segir hann enda er Árni hafsjór af fróðleik um listir, menningu og sögu.

Árni og Steinunn eru bæði ekkjufólk en þau fundu ástina á ný fyrir nokkrum árum. Þau hafa farið fremur hljótt um sambandið og hingað til lítið tjáð sig um það á opinberum vettvangi.

„Það þótti alltaf mjög hallærislegt þegar gamalt fólk var ástfangið og margir sem hafa skopast að slíkum málum,“ segir Árni. „Þetta er orðið miklu stilltara og jákvæðara nú og ef fólk er heppið með heilsuna er það yngra í anda miklu lengur.“

Falleg og góð

Árni er ekki í vandræðum með að segja hvað það er sem hann heillast af í fari Steinunnar. „Hún er bæði falleg og góð og þar að auki greind þannig að þetta er ósköp einfalt. Það mætti bæta lengi við þennan lista.“

Ferill Steinunnar sem listakonu spannar yfir 55 ár og hún er einstakur leirlistamaður í íslenskri hönnunar- og listasögu. Á fyrstu einkasýningu sinni árið 1975 markaði Steinunn þau þáttaskil í íslenskri leirlistasögu að sýna íslenskt landslag á afgerandi hátt með stórum og smáum skúlptúrvösum og veggmyndum. Afköstin hafa verið mikil og sköpunarþátturinn oft á tíðum dirfskufullur. Sé horft yfir feril hennar á þessum tímamótum má líkja honum við endalausa könnunarferð, þar sem öllu því sem má líkja við vanafestu og stöðnun er storkað.

Turtildúfurnar gáfu báðar út bækur fyrir jólin en bók Steinunnar heitir Undir regnbogann, og titillinn á bók Árna er: Eitt á ég samt.

Steinunn Marteinsdóttir

MYNDASMIÐUR: Árni Bergmann myndaði opnunargesti á yfirlitssýningu kærustunnar og hana sjálfa á plakati.

Sjáið allar myndirnar í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts