Náttúrhamfarir vegna veðurfars og efnahagssveiflur:

Nýtt ár er hafið hjá Kínverjum og samkvæmt kínverskri stjörnuspeki er þetta ár Geitarinnar, einnig nefnt ár Kindarinnar eða Hrútsins. Kínverskir stjörnuspekingar spá flestir því að árið verði slæmt, a.m.k. framan af með ýmsum hörmumgum einkum tengdum veðurfari.

Á vefsíðu sjónvarpsstöðvar NBC í New York er fjallað um spádóma þekktra kínverskra stjörnuspekinga fyrir árið. Fram kemur í máli þeirra að miklar sveiflur verði í efnahagsmálum, slysum fjölgi og náttúrhamförum vegna fellibylja og hvirfilbylja fjölgi í heiminum. Stjörnuspekingurinn Dong Lijing í Shanghæ segir að hvað Kínverja varði muni loftmengun aukast og er þó ærin fyrir.

Feng Shui meistarinn Clement Chan segir að hann sjái fyrir aukningu á eldsvoðum á árinu og aukningu flugslysa á fyrri part þess. Staðan batni þegar líður á árið og í heildina verði flugslysin færri en í fyrra. Jákvæðu fréttirnar eru, að sögn Chan, að konum í stjórnunarstöðum í bæði fyrirtækjum og hjá hinu opinbera muni fjölga og að þær muni gera dásamlega hluti.

Það er ekki vinsælt hjá kínverskum foreldrum að eignast börn á Ári Geitarinnar. Börn fædd á þessu ári þykja leiðitöm. Þannig gerir dr. Meika Chin ljósmóðir á United Family spítalanum í Shanghæ ráð fyrir að um 20% færri börn fæðist í ár en í fyrra.

Related Posts