HANNAÐ Í KJÓS: Anna Lísa og Matthew eru hönnuðir á heimsmælikvarða. Þau búa í San Fransisco en hafa keypt heilsárshús Tolla Morthens í Kjós.

HANNAÐ Í KJÓS:
Anna Lísa og Matthew eru hönnuðir á heimsmælikvarða. Þau búa í San Fransisco en hafa keypt heilsárshús Tolla Morthens í Kjós.

Anna Lísa (42) og Matthew (44) keyptu hús Tolla (60):

 

Hönnuðirnir Anna Lísa Sigmarsdóttir og Matthew Dean Rohrbach keyptu heilsárshús listamannsins Tolla Morthens í Kjósinni. Anna Lísa er sjálfstætt starfandi hönnuður með langa afrekaskrá og Matthew er í hópi hins farsæla hönnunarteymis Apple sem á heiðurinn að iPhone-símunum og iPad.

Smart Myndlistarmaðurinn Tolli Morthens seldi í sumar heilsárshús sitt í Kjós en listrænn andi mun þó enn svífa þar yfir vötnum þar sem kaupendurnir eru hönnuðirnir Anna Lísa Sigmarsdóttir og Matthew Dean Rorbach. Kaupverðið hefur varla staðið í þeim þar sem bæði eru farsælir hönnuðir og Matthew er einn af hönnuðum iPhone-símanna og var í hópnum sem hannaði fyrsta iPhone-inn sem leit dagsins ljós 2007.

tolli

Á FÖRUM: Tolli er búinn að pakka saman svett-tjaldinu og leitar að nýjum stað.

Anna Lísa og Matthew búa í San Fransisco en eiga nú traust skjól í Kjósinni sem óhætt er að segja að sé andagiftinni holl. Anna er sjálfstætt starfandi hönnuður og starfar meðal annarra fyrir Tupperware og Pottery Barn.

Matthew var í hönnunarteyminu sem Steve Jobs og Jony Ive leiddu og skilaði af sér tækniundrinu iPhone 2007. Hann hefur síðan þá komið að hönnun iPad og fleiri iPhone-a. Þá er honum eignaður heiðurinn að iPhone-heyrnartólum sem stungið er í milljónir eyrna daglega.

Húsið sem Tolli seldi Önnu Lísu og Matthew var reist 2006. Það er 300 fermetrar og stendur á stórri eignarlóð í fallegu umhverfi. Tolli var með vinnustofu í húsinu og líklegt þykir að hönnuðirnir fylgi því fordæmi Tolla enda hefur hann sýnt og sannað að þeir eru í meira lagi listrænir vindarnir sem blása í Kjósinni. Gufubað er í húsinu og heitur pottur á veröndinni þannig að þarna er allt sem þarf til að rækta sál og líkama.

Related Posts