Apalæti? Já, þokkalega og nóg af þeim. Apar hafa alltaf verið vinsælir í kvikmyndabransanum enda líkir okkur mannfólkinu í flestu. Hér má sjá nokkra af eftirminnilegustu kvikmyndaöpunum.

 

NIKKO (The Wizard of Oz, 1939) Eins og það sé ekki nógu töff fyrir að vera vængjaður api, þá er Nikko þar að auki foringinn í apaflugsveit vondu nornarinnar í vestri. Flestir halda að kvartett Dóróteu fái alla skemmtunina en Nikko fær að haga sér illa án þess að þurfa að taka afleiðingunum. Nikko rænir meðal annars hundinum Toto og rífur allt innan úr Fuglahræðunni en vonda nornin í vestri fær alla sökina á sig.

NIKKO (The Wizard of Oz, 1939)
Eins og það sé ekki nógu töff fyrir að vera vængjaður api, þá er Nikko þar að auki foringinn í apaflugsveit vondu nornarinnar í vestri. Flestir halda að kvartett Dóróteu fái alla skemmtunina en Nikko fær að haga sér illa án þess að þurfa að taka afleiðingunum. Nikko rænir meðal annars hundinum Toto og rífur allt innan úr Fuglahræðunni en vonda nornin í vestri fær alla sökina á sig.

 

 

hangover

REYKJANDI CAPUCHIN (The Hangover Part II, 2011) Eitt af „go to“ fyndnu atriðunum, þegar Todd Phillip ákvað að færa okkur Hangover-myndirnar, var keðjureykjandi capuchin-apinn. Hann rokkaði gallajakkann með stæl og passaði skilgreiningin á því að láta eins og algjör api við hann. Hann lét öllum illum látum, keðjureykti og hjálpaði til við fíkniefnasölu en þrátt fyrir allt var þessi litli loðni vargur einungis að leita eftir ást og hana fann hann í fangi Zach Galafianakis.

 

 

CORNELIUS (Planet of the Apes, 1968) Áður en leikarinn Andy Serkis færði okkur Caesar var það Roddy McDowall sem átti heiðurinn af frægasta apanum í Planet of the Apes-heiminum. Cornelius er eiginmaður Ziru, sem leikin er af Kim Hunter, og fær strax áhuga á mannskepnunni Taylor, Charlton Heston, og hleypir brúnum yfir þeirri þróun sem á sér stað á mannskepnunni. Talandi um uppásnúna darwinska saltkringlu.

CORNELIUS (Planet of the Apes, 1968)
Áður en leikarinn Andy Serkis færði okkur Caesar var það Roddy McDowall sem átti heiðurinn af frægasta apanum í Planet of the Apes-heiminum. Cornelius er eiginmaður Ziru, sem leikin er af Kim Hunter, og fær strax áhuga á mannskepnunni Taylor, Charlton Heston, og hleypir brúnum yfir þeirri þróun sem á sér stað á mannskepnunni. Talandi um uppásnúna darwinska saltkringlu.

 

 

RAFIKI (The Lion King, 1994) Það má færa rök fyrir því að Rafiki hafi verið einn af hinum mörgu stereótýpísku karakterum sem komu frá Disney en fór þó ekki jafnlangt og Whoopi Goldberg gerði með sinni túlkun á híenunni Shenzi sem var þrælaforingi illmennisins Skara. Rafiki er nánast alvitur og hjálpar meðal annars Simba að finna konunginn innra með sér. Hann skiptir úr því að vera yfirvegaður hugsuður yfir í það að verða algjörlega sturlaður api sem lemur vit í þann sem hann talar við, bókstaflega, á einu augabragði. Rafiki er einhver eftirminnilegasti karakter í sögu Disneys og vinsæll meðal áhorfenda alls staðar í heiminum.

RAFIKI (The Lion King, 1994)
Það má færa rök fyrir því að Rafiki hafi verið einn af hinum mörgu stereótýpísku karakterum sem komu frá Disney en fór þó ekki jafnlangt og Whoopi Goldberg gerði með sinni túlkun á híenunni Shenzi sem var þrælaforingi illmennisins Skara. Rafiki er nánast alvitur og hjálpar meðal annars Simba að finna konunginn innra með sér. Hann skiptir úr því að vera yfirvegaður hugsuður yfir í það að verða algjörlega sturlaður api sem lemur vit í þann sem hann talar við, bókstaflega, á einu augabragði. Rafiki er einhver eftirminnilegasti karakter í sögu Disneys og vinsæll meðal áhorfenda alls staðar í heiminum.

 

 

 

KONG (King Kong, 1933) Án efa konungur allra kvikmyndaapa sem ekki þarf að kynna fyrir neinum. Kong hefur komið sér vel fyrir í kvikmyndasögunni sem eitt af mögnuðustu kvikmyndaskrímlsum heims. Myndin er þó einnig sorgarsaga þar sem græðgi mannskepnunnar kemur bersýnilega í ljós og sýnir hversu sjaldan við leyfum náttúrunni að vera í friði. King Kong breytti því hvernig við sjáum ýmsa hluti. Empire State-byggingin virkar tómleg þegar Kong er ekki að klifra hana og lemja frá sér smárellur. Brellur í kvikmyndum tóku kipp og aldrei munum við líta górillur sömu augum.

KONG (King Kong, 1933)
Án efa konungur allra kvikmyndaapa sem ekki þarf að kynna fyrir neinum. Kong hefur komið sér vel fyrir í kvikmyndasögunni sem eitt af mögnuðustu kvikmyndaskrímlsum heims. Myndin er þó einnig sorgarsaga þar sem græðgi mannskepnunnar kemur bersýnilega í ljós og sýnir hversu sjaldan við leyfum náttúrunni að vera í friði. King Kong breytti því hvernig við sjáum ýmsa hluti. Empire State-byggingin virkar tómleg þegar Kong er ekki að klifra hana og lemja frá sér smárellur. Brellur í kvikmyndum tóku kipp og aldrei munum við líta górillur sömu augum.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts