10 hlutir sem þú vissir ekki um Fjölni tattú (49):

Fjölnir tattú

HÆFILEIKAR: Fjölnir lærði til myndhöggvara

Fjölnir Geir Bragason er einhver flinkasti tattúlistamaður landsins eins og sjá má á mörgum vel skreytum kroppum. Fjölnir er jafnleyndardómsfullur og hann er hæfileikaríkur og því vel við hæfi að fá að skyggnast inn í leyndarmál hans.

1. Ég lærði til myndhöggvara og er fyrsti listmenntaði húðflúrarinn á landinu.

2. Ég veit eina rétta svarið við spurningunni: „Hvað kostar tattú?“ Það segir sig sjálft, blóð, svita og tár!

3. Ég er anorexíusjúklingur en Kristín konan mín er svo góður kokkur og bakari að enginn fattar neitt.

4. Hundurinn minn heitir Kisa og hann hefur ekki hugmynd um hvað það þýðir.

Fjölnir tattú

FLOTT: Fjölnir hefur átt 12 slöngur.

5. Ég hef átt 12 slöngur og sú stærsta var Fífí en hún var burmese python og varð 5,6 metrar að lengd.

6. Ég flúraði flottasta borgarstjóra mannkynssögunnar á sjálfri borgarstjóraskrifstofunni í Ráðhúsi Reykjavíkur.

7. Ég flúraði Kiefer Sutherland á aðfangadag 2005 og Sky-sjónvarpsstöðin sendi átta mann tökulið með honum, talandi um jólasveina einn og átta.

Fjölnir tattú

FRÆGUR: Fjölnir húðflúraði Kiefer Sutherland á aðfangadag.

8. Ég er hugfanginn af Færeyjum og Færeyingum og held þar árlega alþjóðlega listahátíð þar sem nokkrir af bestu húðflúrurum veraldar láta ljós sitt skína við undirleik færeyskra tónlistarmanna en tónlistarsenan í Færeyjum er í miklum blóma.

9. Ég hef húðflúrað sleitulaust í 20 ár núna ár.

10. Ég verð fimmtugur snemma á árinu, betra seint en aldrei.

Related Posts