Tobba

LIÐTÆKUR: Kalli er orðin Tísku-Baggalútur og er vel að sér í fötunum frá Balí og fór létt með að selja kjólana.

Tobba Marinós (30) kemur með tískubylgju frá Balí:

Athafnakonan og rithöfundurinn Tobba Marinós eyddi janúarmánuði í sól og sumaryl á Balí ásamt sambýlismanni sínum, Karli Sigurðssyni, og Regínu, litlu dóttur þeirra. Tobba heillaðist af fatatískunni á eyjunni, kom vel byrg heim og seldi flíkur frá Balí eins og heitar lummur í Balí Boutique sem hún hafði opna um eina helgi.

Tobba var í banastuði á fatamarkaðinum sínum og Kalli og Regína litla tóku virkan þátt í gleðinni og sölumennskunni. Tobba sagði upp sem markaðsstjóri SkjásEins á meðan hún var á Balí en sér ekki fram á verkefnaskort í nánustu framtíð.

 

 

Allt um ferðina og fatamarkaðinn í nýjasta Séð og Heyrt

 

Related Posts