Ungfrú Ísland 2016 eða Miss World Iceland fór fram í Hörpu í kvöld við mikinn fögnuð. Uppselt var á viðburðinn og bein netútsending svignaði undan álagi enda mikill áhugi á keppninni. Alls tók 21 fegurðardís þátt að þessu sinni og var kvöldið hið glæsilegasta. Nýkrýnd Ungfrú Ísland 2016 heitir Anna Lára Orlowska og er 22 ára starfsmaður í félagsmiðstöð. Hún er hefur gaman af Zumba og elskar að föndra.

Anna Lára er á föstu með fjölmiðlamanninum Nökkva Fjalari Orrasyni sem er landsþekktur sem stjórnandi Áttunnar. Hann var spenntur fyrir keppnina og stoltur þegar úrslitið voru orðin ljós: „Jaháá… Þetta verður rosalegt ár!!“ skrifaði Nökkvi á Facebook.

27.8

Ljóst er að Anna Lára á viðburðarríkt ár framundan en eftir stutta hvíld tekur við stíf dagskrá og viðtöl við fjölmiðla. Fljótlega hefst svo undirbúningur fyrir keppnir erlendis en í kvöld verður árangrinum fagnað með vinum og fjölskyldu.

 

Séð og heyrt óskar Ungfrú Ísland 2016 innilega til hamingju!

Related Posts