Andrea Róberts (41), mannauðsstjóri RÚV, er óhrædd við að fara eigin leiðir:

 

andrea róberts

LÍFIÐ ER LEIKUR: „Þú hættir ekki að leika þér af því þú ert gömul. Þú verður gömul af því þú hættir að leika þér,“ segir Andrea sem er hér að leika sér í Laos.

 

Ferðalagið mitt Í rauninni var ég að láta gamlan draum rætast þegar ég skellti mér út. Ég hef verið dugleg að ferðast og fór fyrst ein til útlanda þegar ég var 15 ára en þetta var í fyrsta sinn sem ég fór til Asíu,“ segir Andrea þegar hún rifjar upp ævintýraferðina sem hún fór um Indland, Taíland, Kambódíu og Laos. „Lífið eru tuttugu og átta þúsund bragðtegundir og það er mikilvægt að bregða sér út fyrir þægindarammann reglulega og minna sig á það sem virkilega skiptir máli í lífinu.“

Andrea segist hafa verið í núvitund á ferðalagi sínu og sækir gjarnan í tilfinninguna sem hún kynntist úti. „Hraðinn og lífsgæðakapphlaupið hjá mér verður oft 50% kjaftæði og restin bull. Það var lítið mál að fara í gamla farið þegar heim var komið sem einkennist af miklum hraða og álagi. Því er mikilvægt að minna sig á líðandi stund, staldra reglulega við og safna sér saman.“

Menningarsjokk við heimkomuna

Ég bloggaði í ferðinni og það var hrært saman í bók sem JPV, sem er nú Forlagið, gaf út þegar heim var komið. Ég gerði tilraun til að koma tilfinningum mínum í orð í blogginu, menningarsjokkinu þegar ég kom út en ekki síður þegar ég kom heim aftur. Að skrifa bók og fá hana gefna út er reynsla sem ég er þakklát fyrir. Bókin fékk sama nafn og bloggsíðan Spennið beltin! og var markmiðið að hvetja fólk til að ferðast og miðla hagnýtum upplýsingum sem geta nýst öðrum á ferðinni.“

aNDREA rÓBERTSDÓTTIR

ÓLÝSANLEG UPPLIFUN: Andrea segir ólýsanlega upplifun að koma til Taj Mahal.

Það hefur gefið Andreu mikið að fá póstkort frá Íslendingum á framandi slóðum sem hafa skellt sér út og þakka henni hvatninguna. „Ísland er að mörgu leyti best í heimi en það hefur sjaldan verið eins nauðsynlegt og nú að fagna fjölbreytileikanum og að vera læs á menningu annarra þjóða. Svona ferð er fín leið til að auka víðsýni,“ segir Andrea um ferðina sem breytti lífi hennar. „Já, úff, það eru liðin tíu ár,“ segir Andrea og hlær.

aNDREA rÓBERTS

UPPÁHALDSSTAÐURINN: Þetta er einn af uppáhaldsveitingastöðum Andreu í Rajasthan á Indlandi.

Sjáið allar myndirnar í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts