Ertu á réttri hillu?
Andlit þitt getur sagt til um persónuleika þinn. Finndu það sem á við þig og lestu um hæfileika þína og hvers konar starf gæti hentað þér. Hver veit nema augu þín opnist fyrir fleiri möguleikum í lífinu þótt þetta sé nú bara til gamans gert.

Skörp varalína og hjartalaga varir:
Þú ert frábær í samskipum.
Hentugt starf: Við sölu- og markaðsmál, sem stjórnandi sjónvarpsþáttar, almannatengill eða talsmaður t.d. fyrirtækja eða samtaka.

Stór munnur
Þú hefur hæfileika að geta aflað þér mikils fjár og getur einnig skapað þér völd.
Hentugt starf: Athafnamaður/kona, atvinnurekandi, leikari, söngvari eða stjórnmálamaður.

Hátt enni og M-laga hárlína
Þú ert skapandi og hæfileikarík manneskja sem lætur góð tækifæri ekki sleppa fram hjá þér. Þér tekst að koma draumum þínum í framkvæmd, hvort sem um er að ræða stórar hugsjónir eða miklar framkvæmdir.
Hentugt starf: Arkitekt, innanhússhönnuður, listamaður, rithöfundur, áhættufjárfestir.

Hringlaga og þykkir eyrnasneplar
Þú ert lífsglöð manneskja með mikinn kynþokka og veist hvernig á að láta sér líða vel hvar sem er. Þú kannt listina að umgangast annað fólk.
Hentugt starf: Allt sem viðkemur skemmtanabransanum gæti hentað þér. Þú gætir unnið sem gamanleikari, skipuleggjandi viðburða, dálkahöfundur, starfað við ferðamennsku, móttöku ýmiss konar og matargerðarlist.

Hátt og ferhyrningslega enni
Þú ert rökvís, frábær við að bjarga þér og öðrum út úr vandamálum og hikar ekki við að draga vald stjórnenda í efa. Þú ert hugmyndarík/ur og tillögugóð/ur.
Hentugt starf: Stjórnandi, læknir, lögfræðingur, bankamaður.

Stór augu
Þú ert góðhjörtuð manneskja, full af ást og samúð með öðrum. Undir sakleysislegu yfirborði býr eldklár hugur sem lætur ekki blekkjast auðveldlega. Þótt þú getir verið trúgjarn/trúgjörn ertu fínn mannþekkjari.
Hentugt starf: Leikari, ráðgjafi, fyrirsæta.

Lítill kúlulaga hnúður á miðri efrivör
Þú ert rökföst manneskja sem vinnur flest rifrildi. Þú býrð yfir miklum persónutöfrum, ert sannfærandi og átt auðvelt með að fá fólk til liðs við þig.
Hentugt starf: Hjálparstarf, stjórnandi þrýstingshóps, lobbíisti, sáttasemjari.

Lágt enni upp að hárlínu
Þú ert nákvæm manneskja og frábær í því að halda þig við reglur, fylgja fyrirmælum og sjá til þess að gæðastöðlum sé fullnægt.
Hentugt starf: Öll stjórnunarstörf henta þér. Þú yrðir fínn deildarstjóri, eftirlitsaðili, gæðastjórnandi, endurskoðandi eða tæknimaður.

Related Posts