Andrew Jackson skipt út fyrir Harriet Tubman?:

Til stendur að koma fram með nýja útgáfu af 20 dollara seðlinum í Bandaríkjunum. Töluverð umræða er nú vestanhafs um hvort blökkukonan Harriet Tubman verði fyrir valinu sem hið nýja andlit á seðlinum. Í núverandi útgáfu prýðir andlit Andrew Jackson framhlið seðilsins.

Barack Obama bandaríkjaforseti mun hafa áhuga á að setja andlit konu á seðilinn. Fjórar konur þykja koma helst til greina. Þær eru auk Tubman, forsetafrúin Elinor Roosevelt, mannréttindafrömuðurinn Rose Parks og indjánahöfðinginn Vilma Mankiller en hún var fyrsta konan í sögunni til að verða leiðtogi indjánaættbálks. Í skoðanakönnun sem gerð var lenti Tubman í efsta sætinu.

Harriet Tubman lést árið 1913 þá 91 árs gömul eða sjö árum áður en konur fengu kosningarétt í Bandaríkjunum. Hún er hvað þekktust í sögunni að hafa á sínum tíma stjórnað svokallaðri neðanjarðarjárnbraut sem gerði svörtum þrælum kleyft að flýja frá Suðurríkjunum og í frelsið til Norðurríkjanna. Þá starfaði hún sem hjúkrunarkona fyrir Norðurríkjaherinn í borgarastríðinu sem geysaði í Bandaríkjunum á 19. öldinni.

BREYTT: Andrew Jackson hverfur af framhlið 20 dollara seðilsins.

BREYTT: Andrew Jackson hverfur af framhlið 20 dollara seðilsins.

Related Posts