Hinn stórkostlegi söngvari Bjarni Arason hefur skemmt landanum um árabil með íðilfagurri rödd sinni. Hann svarar nú spurningum vikunnar.

 

APPLE EÐA PC? Auðvitað Apple.

 

HVAÐ FÆRÐU ÞÉR Á PYLSUNA? Með öllu nema steiktum.

 

FACEBOOK EÐA TWITTER? Facebook.

 

HVAR LÆTURÐUR KLIPPA ÞIG? Hjá Hlyn, Hár og útlit, Garðatorgi.

 

BORÐARÐU SVARTFUGLSEGG?  Nei.

 

HVAÐ GERIRÐU MILLI 5 OG 7 Á DAGINN? Þá dembir maður sér í umferðarteppuna í borginni á leið heim úr vinnunni. Svakastuð alltaf. Við tekur svo kvöldmaturinn.

 

BJÓR EÐA HVÍTVÍN? Hvorugt, takk.

 

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN? Hér verð ég að bera fyrir mig óminni. Man ekki einu sinni hvað ég var að gera í gær þannig að ég veit ekki hvernig ég á að muna þetta.

 

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR? The story of my life.

 

HVER ER DRAUMABÍLLINN?  Splunkunýr Cadillac Escalade.

 

KJÖT EÐA FISKUR? Kjöt.

Bjarni Arason

Bjarni Arason

 

GIST Í FANGAKLEFA? Nei.

 

DRAUMAFORSETI? Vigdís Finnbogadóttir.

 

STURTA EÐA BAÐ? Sturta.

 

REYKIRÐU? Nei.

 

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA? Í engu.

 

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ? Að hætta neyslu áfengis, ekki spurning.

 

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR? Sennilega er það sagan af mér og Matchbox-bílatöskunni fullri af bílum sem ég vildi helst taka með mér hvert sem ég fór er ég var 3-4 ára. Hef heyrt þessa aðeins of oft.

 

HVER ER MESTI TÖFFARI ALLRA TÍMA? Raggi Bjarna, vinur minn.

 

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST? Ég á það alveg til að kjökra yfir þessu listformi en man ekki eftir neinu sérstöku dæmi.

 

EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BÚA Í SJÓNVARPSÞÆTTI Í MÁNUÐ HVAÐA ÞÁTT MYNDIRÐU VELJA? Dallas … svo mikil olía eitthvað og svaka ríkidæmi.

 

ÁTTU ÞÉR EITTHVERT GÆLUNAFN? Nei.

 

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í? Að ganga á umferðarskilti á förnum vegi með sæmilega mikið af vitnum. Bjarninn aðeins utan við sig.

 

KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR? 7:33.

 

ICELANDAIR EÐA WOW? Aldrei flogið með Wow þannig að ég segi Icelandair.

 

LEIGIRÐU EÐA ÁTTU?  Skráður eigandi alla vega.

 

KÓK EÐA PEPSÍ? Kók.

 

ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA? Palestína.

 

DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA? Net.

 

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN?

Andlát föður míns.

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

 

Related Posts