Skál!

 

Þungavigtarfólk úr hópi íslenskra barþjóna atti nýlega kappi um hvert þeirra gæti töfrað fram besta kokteilinn úr rjómalíkjörnum Amarula. Amarula er náttúrulegur rjómalíkjör, stundum nefndur Andi Afríku, enda búinn til úr þarlendum ávexti sem hefur verið notaður til lækninga og sem frjósemislyf öldum saman.

Uppistaðan í drykknum er kjöt marula-ávaxtarins sem vex aðeins á heitum og frostlausum stöðum í Afríku. Marula-safinn er látinn gerjast og er síðan eimaður. Vínið er geymt í eikartunnum í 2-3 ár og þegar líkjörinn er afgreiddur er rjóma blandað saman við hann þar til mýkt og jafnvægi næst. Niðurstaðan er mjúkur og vandaður rjómalíkjör sem flestir njóta beint úr kæli eða út á klaka. Amarula er einnig frábær í alls konar kokteila, eins og dómnefndin í keppninni, sem Globus efndi til á Slippbarnum, fékk að kynnast.

Keppendur sýndu bæði tilþrif og hugmyndaauðgi í blöndun og framsetningu drykkja sinna en þegar dómarar höfðu rennt sér í gegnum allt þetta fljótandi sælgæti stóð Vilhjálmur Vilhjálmsson, barþjónn á nafnlausa pizzustaðnum við Hverfisgötu 12, uppi sem sigurvegari með kokteilinn Dirty Creamer.

Kristján Nói Sæmundsson á Lava í Bláa lóninu hafnaði í öðru sæti með Krem og Alexandre Julien Lampert á Slippbarnum varð þriðji með drykk sinn, African Kiss.

 

AMARULA-LIÐIÐ: Góð stemning var í hópnum eftir að búið var að hrista Amarula fram í ýmsum útgáfum.

AMARULA-LIÐIÐ:
Góð stemning var í hópnum eftir að búið var að hrista Amarula fram í ýmsum útgáfum.

 AMARULA OG MEÐ ÞVÍ: Berglind Kristjánsdóttir frá Hilton Hotel þeytti Amarula-rjóma út í Swiss Miss-kakó og lét kökusneiðar fylgja með.

AMARULA OG MEÐ ÞVÍ:
Berglind Kristjánsdóttir frá Hilton Hotel þeytti Amarula-rjóma út í Swiss Miss-kakó og lét kökusneiðar fylgja með.

BESTU BLÖNDURNAR: Alexandre Julien Lampert, sem lenti í þriðja sæti, sigurvegarinn Vilhjálmur Vilhjálmsson og Kristján Nói Sæmundsson, sem hreppti annað sætið, voru vel að verðlaunum sínum komnir og höfðu góðar og gildar ástæður til að brosa breitt.

 

Related Posts