Ingunn Ásdísardóttir (62) og félagar:

„Þetta er fínt húsnæði, þarna voru borgarstjórnarfundir áður en Ráðhúsið var byggt,“ segir Ingunn Ásdísardóttir, margverðlaunaður þýðandi og þjóðfræðingur, um flutning Reykjavíkurakademíunnar í Skúlatún sem nú heitir Þórunnarstræti.

Reykjavíkurakademían hefur um margra ára skeið verið til húsa í gamla JL-húsinu við Hringbraut en því á nú að breyta í hótel og því þurfti að flytja og að sjálfsögðu að halda upp á það með samkvæmi og léttum veitingum fyrir gesti og félaga.

Reykjavíkurakademían er sjálfseignarstofnun sem byggir á fimmtán ára sögu félags sjálfstætt starfandi fræðimanna sem hafa búið sér til nánast einstakt hreiður fyrir sjálfstæðar rannsóknir í menningar- , hug- og félagsvísindum á Íslandi.

SH1501217527-16

SÆT SAMAN: Dr. Davíð Ólafsson, aðjúnkt í menningarfræði við HÍ og formaður Reykjavíkurakademíunnar, og Ingunn Ásdísardóttir, þjóðfræðingur og þýðandi.

SH1501217527-14

TVEIR DOKTORAR: Dr. Ólafur Rastrick, lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands, og dr. Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur.

SH1501217527-8

FRÆÐITRÍÓ: Friðbjörg Ingimarsdóttir, framkvæmdastýra Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna, dr. Björn S. Stefánsson, forstöðumaður Lýðræðisseturs, og Arnþór Helgason, starfsmaður Lýðræðisseturs.

SH1501217527-11

BÆKUR OG AFBROT: Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur og rithöfundur, og Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur.

 

MYNDIR: RUT SIGURÐARDÓTTIR

Related Posts