Jón Ólafsson (61) fagnar sumrinu með stæl:

Jón Ólafsson, eigandi vatnsfyrirtækisins Icelandic Glacial, og fjölskylda hans buðu í veglega sumarveislu að heimili þeirra í Reykjavík. Grillilmurinn lá í loftinu og skemmtu gestir sér vel og hlýddu á lifandi tónlist og fögnuðu lífinu og sumrinu. Það var margt um manninn enda Jón vinamargur og höfðingi heim að sækja.

Fjör „Það hafa aldrei verið jafnmargir hérna, ég hef haldið veislu á þessum árstíma í nokkur ár, gestunum fer bara fjölgandi ár frá ári,“ segir Jón Ólafsson sem var alsæll með hvernig til tókst.

Matreiðslumeistarinn Siggi Hall sá um að grilla ofan í gestina og rann maturinn ljúflega niður. Gestir teiguðu að sjálfsögðu vatn og aðrar veigar með og dönsuðu fram eftir, enda var boðið upp á ekta kántrítónlist í umsjón Axels Ó og co. Það var glaumur og mikil gleði í sumarblíðunni og létt stemning.

Jón Ólafs

VELKOMIN: Jón Ólafsson tók fagnandi á móti Birni Inga Hrafnssyni og Kolfinnu Von, eiginkonu hans, sem voru sumarleg og hress.

 

Jón Ólafs

GLIMRANDI GLAÐIR FEÐGAR: Már Gunnarsson og Steinunn Hreinsdóttir voru feiknahress ásamt Davíð Mássyni og Lilju R. Einarsdóttur, eiginkonu hans. Davíð Másson og Lilja eru í margvíslegum rekstri hér á landi tengdum ferðamennsku en Davíð á meðal annars fyrirtækið Avion Express sem er staðsett í Litháen.

 

 

Jón Ólafs

ROKKAÐUR RITHÖFUNDUR: Einar Kárason rithöfundur og Hildur Baldursdóttir, kona hans, fengu sér kvöldgöngu í borginni og litu við í veisluna.

 

Jón Ólafs

SVÖL OG SUMARLEG: Sigurður Björnsson hjá Sæmark var í feiknagóðu stuði ásamt hjónunum Eyþóri Eðvarðssyni og Olgu Eðvarðsson.

 

Jón Ólafs

BROSMILD: Kristján Ólafsson, sonur Jóns, og Hildur Michelesen, unnusta hans, brostu sínu breiðasta.

 

Jón Ólafs

TÖFFARAR AF BETRI GERÐINNI: Gísli Gíslason lögfræðingur og Sigurður Björnsson báru saman skó sína, hvor er meira töff? Þeirri spurningu verður líklega seint svarað.

 

Jón Ólafs

LJÁÐU MÉR EYRA: Össur Skarphéðinsson er þekktur fyrir að segja skemmtilega frá og skellti í eina góða sögu fyrir Karl Steingrímsson sem er oftast kenndur við Pelsinn.

 

Jón Ólafs

SVÖL OG SUMARLEG: Sigurður Björnsson hjá Sæmark var í feiknagóðu stuði ásamt hjónunum Eyþóri Eðvarðssyni og Olgu Eðvarðsson.

 

Jón Ólafs

HRESS Í KVÖLDSÓLINNI: Snorri Þórisson hjá Pegasus kvikmyndagerð og Erla, kona hans, skemmtu sér vel.

 

Jón Ólafs

SÁTTUR Á ÍSLANDI: Forstjóri Icelandic Glacial í Bandaríkjunum Reza Mirza skemmti sér vel í íslenska sumarveðrinu ásamt Helgu Ólafsson.

 

Jón Ólafs

ÞRUSUHRESSIR: Hér var gleðin við völd.

 

Jón Ólafs

KYSSTU MIG KALLINN MINN: Jón Ársæll sjónvarpsmaður gerði sér lítið fyrir og smellti einum sjóðheitum á Sigmund Erni, vin sin. Elínu, eiginkonu Sigmundar, var greinilega skemmt yfir uppátækinu.

 

Jón Ólafs

LÖGMAÐURINN: Ragnar Aðalsteinsson lögmaður og hans ektakvinna, Steinunn Ruth Stefnisdóttir, voru sæl á sumarkvöldi.

 

Jón Ólafs

TAKK FYRIR MATINN: Elín Edda þakkar meistarkokkinum fyrir góðan málsverð.

 

Jón Ólafs

BRÆÐURNIR KJARTANSSYNIR: Kjartan Kjartnasson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, og Magnús Kjartansson tónlistarmaður voru eiturhressir. Magnús sá til þess að engum leiddist og galdraði fram ljúfa tóna í veislunni ásamt fleirum fjöllistamönnum.

 

Jón Ólafs

STÓRSÖNGVARINN OG LEIKSTJÓRINN: Garðar Cortes söngvari var reffilegur að vanda. Hann stóð á spjalli við Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóra og Guðlaugu Matthildi Jakobsdóttur.

Jón Ólafs

GERT AF MEISTARA HÖNDUM: Siggi Hall sá til þess að enginn færi svangur heim. Boðið var upp á grillað lamb og dýrindismeðlæti.

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts