Halldór Kristmannsson (40) fullur bjartsýn:

mas

MEGA: Sunnuflatarhöllin er þúsund fermetrar.

Umtalað hús Halldór Kristmannsson sem er framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækinu Alvogen keypti ríflega 930 fermetra fokhelt einbýlishús við Sunnuflöt í Garðabæ. Halldór staðfesti að hann hafi keypt húsið á Sunnuflötinni en það hefur verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum.

„Mér bauðst húsið á frábæru verði og sló því til.“

Húsið hefur verið lengi á sölu, enda ekki hlaupið að því að selja nær 1000 fermetra.

„Við munum gera töluverðar breytingar á byggingunni, minnkum húsið talsvert. Við munum búa á efri hæðinni, sem er um 500 fermetrar, en nýtum alla neðri hæðina sem geymslu svona til að byrja með.“

riri

STEYPA: Ekki veitir af á Sunnuflöt.

Í upphaflegu teikningunum var gert ráð fyrir sundlaug, líkamsræktaraðstöðu og vínkjallara og ýmsum öðrum lúxus sem helst er að finna í erlendum glæsivillum.

„Við erum sex í heimili og þurfum að fjölga barnaherbergjum, það voru fá  barnaherbergi á upphaflegu teikningunni. Ef allt gengur vel munum við flytja inn með sumrinu.“

Sunnuflatarhöllin hefur verið lengi á sölu en hún komst fyrst í fréttirnar þegar athafnakonan Íris, kennd við GK, keypti húsið sem áður stóð á lóðinni og jafnaði það við jörðu til að reisa glæsihöll. Korteri fyrir hrun seldi hún hjónum lóðina og teikninguna af húsinu og stórgræddi á viðskiptunum. Þeim eigendum tókst ekki að ljúka við bygginguna og misstu allt í hruninu. Sorgarsaga Sunnuflatarhallarinnar er nú senn á enda.

Related Posts