Glænýtt sýnishorn fyrir Borgríki 2: Blóð hraustra manna var að lenda rétt í þessu og eins og sjá má gefur það til kynna að ekki sé alltaf farið voða fínt í hlutina í þessari sjálfstæðu framhaldssögu. Fyrri myndin kom út árið 2011 og naut mikilla vinsælda.

Með aðalhlutverk fara Darri Ingólfsson, Hilmir Snær Guðnason, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Zlatko Krickic, Ingvar E. og Sigurður Sigurjónsson. Ólafur „Da Fleur“ Jóhannesson skrifar myndina ásamt Hrafnkeli Stefánssyni, leikstýrir og klippir að auki. Til gamans má geta að hann klippti einnig stikluna sjálfa.

 

Related Posts