Helena

LÉTT SVEIFLA: Gestirnir skemmtu sér konunglega og svifu um gólfið undir söng Helenu. Hún segist þekkja mörg andlit á gólfinu enda margir hverjir búnir að dansa á böllum hennar í áratugi.

Helena Eyjólfsdóttir (73) sló upp balli í Súlnasalnum:

Söngkonan ástsæla Helena Eyjólfsdóttir greip tækifærið þegar Súlnasalurinn á Sögu losnaði loksins, brunaði frá Akureyri í bæinn og sló upp alvörudansleik og skemmti eldri borgurum sem svifu um gólfið í léttri sveiflu.

Hvítir mávar „Þetta var gaman, alveg óskaplega skemmtilegt,“ segir Helena um vel heppnað ballið. „Það eru svo margir sem sakna þess að geta ekki farið á fínan stað að dansa. Það er svo gaman að punta sig og dansa í smástund.“
Helena hefur sungið í sex áratugi en í fyrra fagnaði hún 60 ára söngafmæli, hún söng fyrst inn á hljómplötu tólf ára gömul. „Þá söng ég jólasálma en það má segja að þá hafi þetta byrjað.“ Í fyrra fagnaði Helena með tónleikum og balli á eftir og strax þá kom upp hugmynd um að halda almennilegt ball í Súlnasalnum. „Salurinn hefur svo bara verið fullbókaður en við stukkum núna á fyrsta lausa laugardaginn.“
Helena segir ekkert ákveðið fram undan en það komi alltaf eitthvað upp á. „Á meðan ég get enn sungið ætla ég að gera það.“

Helena

Á DANSGÓLFINU: Gaman saman.

 

Sjáið allar myndirnar í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts