Við elskum öll brjóst, er það ekki? Við þorum að veðja að þetta vissir þú ekki …

 

Brjóst eru léttari en flestir halda, svo það er ekki hægt að kenna þeim um ef talan á baðvoginni er pirrandi! Brjóst í D-skál vega aðeins tæpt hálft kíló (sjáðu fyrir þér eitt smjörlíkisstykki) og A-skálum um hundrað grömm.

 

Hin brasilíska Sheyla Hershey hlaut þann (vafasama?) heiður árið 2009 að komast í heimsmetabók Guinness fyrir stærstu silíkonbrjóst í heimi. Eftir níu stækkunaraðgerðir og meira en fjögur kíló af silíkoni þarf hún að nota brjóstahaldara í stærð 38KKK (og nei, ég er ekki farin að stama …)

 

Norma Stitz er sögð hafa stærstu brjóstin frá náttúrunnar hendi … og gúggliði nú!

 

Þetta er kannski ekki kynþokkafyllsta staðreyndin, en nær allar konur hafa einhver hár á geirvörtunum. Það er samt í góðu lagi að plokka þau (og jafnvel vaxa, ái!) og því hefur þetta hingað til verið vel geymt leyndarmál kvenna …

 

Konur hafa ekki bara mánaðarlegar sveiflur í kjallaranum, heldur dansa brjóstin líka eftir eigin takti (sjáið þið þetta fyrir ykkur?). Brjóstin eru mýkst fyrstu dagana eftir blæðingar og á miðjum tíðahringnum verða geirvörturnar kynferðislega næmari. Rétt fyrir blæðingar og meðan á þeim stendur verða brjóstin síðan viðkvæm og bólgin (lesist: stærri). Sem sagt … alltaf eitthvað að hlakka til!

 

Brjóst geta tekið lit þrátt fyrir að eigendur þeirra gangi ekki um fatalausir. Sundföt veita oft aðeins vörn fyrir sólarljósi sem jafnast á við sólvarnarstuðul 5 eða 7 svo það er um að gera að maka vel af sólvörn á settið, þótt því sé ekki gefið frelsi í tíma og ótíma.

 

GoTopless.org er bandarískur áhugahópur sem berst fyrir því að konur fái sama rétt og karlar til að bera sig að ofan á almannafæri.

 

Ef marka má niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Victoria University of Wellington eru brjóstin það fyrsta sem karlmenn taka eftir í útliti konu. Eflaust hrökkva allir í kút við þessa óvæntu staðreynd *hóst* … en góðu fréttirnar eru að samkvæmt öðrum rannsóknum getur brjóstagláp eflt heilsu manna og jafnvel bætt fjórum til fimm árum við líf þeirra. (Kannski er þessi baráttuhópur sem minnst var á áðan ekki svo vitlaus …)

 

Brjóstastækkanir eru algengustu fegrunaraðgerðir í Bandaríkjunum og meðalaldur kvenna sem gangast undir þær er 34 ár. Árið 2008 voru gerðar 307.230 slíkar aðgerðir þar, sama ár létu 17.902 karlmenn þar minnka brjóst sín.

 

Samkvæmt sumum heimildum er þriðja geirvartan ekki eins óalgeng og flestir halda, eða til staðar hjá einni af hverjum 18 manneskjum. (Trúum við því? Einn í hverjum bekk, í alvöru?)

 

Engin tvö brjóst eru nákvæmlega eins og af einhverjum orsökum er vinstra brjóstið nær alltaf stærra en það hægra. (Gleðitíðindi fyrir vinstrisinnaða?)

 

Meðalstór geirvarta er „á hæð við“ fimm krónupeninga sem staflað væri upp. (Og hefst nú örvæntingarfull leit lesenda að klinki …)

 

Algengasta skálastærð í heiminum er B.

 

Karlmenn hafa brjóstkirtla, rétt eins og konur, og hafa því getu til að framleiða mjólk. Mjólkurbú Flóamanna hefur þó ekki eignast samkeppnisaðila því mjólkurmyndun hjá karlmönnum er afar sjaldgæf og orsakast yfirleitt af hormónameðferð á borð við þá sem krabbameinssjúklingar ganga í gegnum.

 

Brjóst kvenna sem ekki reykja eru stinnari en strompanna. Ástæðan er að viss efni í sígarettum brjóta niður elastín í líkamanum.

 

Breskar konur státa af stærstu brjóstum í Evrópu og yfir helmingur þeirra notar D-skálar, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á vegum Triumph-nærfataframleiðandans. Frænkur okkar í Danmörku verma annað sætið en nettustu settin tilheyra ítölskum konum.

 

Fyrsta brjóstastækkunaraðgerð í heiminum var framkvæmd árið 1962.

 

Konur sem gangast undir brjóstastækkanir eru þrisvar sinnum líklegri til að fremja sjálfsvíg en aðrar konur … og áhættan er sögð aukast með tímanum. Samkvæmt sérfræðingunum er ekki um eiturverkanir frá aðskotahlutunum að ræða; líklegra er að konur sem láta stækka brjóst sín glími við geðræna erfiðleika sem auki líkur á að þær fyrirfari sér.

 

Brjóstastækkanir geta þó líka bjargað mannslífum! Ísraelsk kona sem fékk sprengjubrot í brjóstkassann í eldflaugaárás Hezbollah lifði af, þökk sé silíkonpúðum sem hún fékk sér tveimur árum fyrr. (Tútturnar lifðu árásina ekki af.)

 

Rétt eins og getnaðarlimir, stækka brjóst við kynferðislega örvun og sumar konur geta fengið fullnægingu með því eingöngu að örva brjóstin. Ef marka má rannsóknir á þetta við um eitt prósent kvenna … sem þýðir að líkur hverrar konu á að upplifa þetta eru umtalsvert betri en að vinna í lottóinu!

 

Kvenmannsflíkur sem gegna hlutverki brjóstahaldara hafa verið til síðan á sjöundu öld fyrir Krist. Fjöldaframleiðsla hófst þó ekki fyrr en á fjórða áratug síðustu aldar.

 

Í The Hong Kong Polytechnic University í Kína, nánar tiltekið í Hong Kong, er hægt að öðlast gráðu í brjóstahaldarafræðum. (Sumir hafa áhyggjur af fækkun karlmanna í háskólanámi hérlendis … just sayin’!)

 

Mannverur eru einu skepnurnar sem hafa brjóst, þ.e. varanleg. Við rokkum.

 


Söguleg brjóst

bluuu
Venus frá Míló – Botticelli gerði brjóst hennar ódauðleg í einu frægasta listaverki sögunnar.


Dolly Parton- Tignarlegur barmur hennar sigraðist á þyngdarlögmálinu fyrir óralöngu síðan og virðist aldrei, aldrei ætla að gefast upp.


Jessica Rabbit- Kalli kanína þjáðist ekki af brjóstaskorti því konan hans setti ný viðmið fyrir teiknimyndahetjur.


Anne Boleyn- Eiginkona Henrys áttunda Englandskonungs í þrjú ár á 16. öld. Þar sem Anne var almúgakona leist hirðfólkinu illa á ráðahaginn og spann upp sögur um meinta líkamlega galla hennar, en útlitið var talið endurspegla hinn innri mann. Var Anne m.a. sögð hafa þrjú brjóst en flestir sagnfræðingar telja að Henry hefði ekki fallið fyrir henni væri sagan sönn. En hver veit, kannski var hann bara svona „kinky“.


Pamela Anderson- Þarf að útskýra þetta?


Kleópatra- Síðasti faraó Forn-Eygypta og ástkona bæði Júlíusar Sesars og Markúsar Antoníusar. Það er kaldhæðið en brjóst hennar eru helst þekkt vegna dauðdaga þessa sögulega kyntákns, því Kleópatra framdi sjálfsmorð með því að leggja eitraðan snák að barmi sínum.


Janet Jackon- Óheppilegt atvik í hálfleik á Super Bowl árið 2004 sýndi og sannaði að Bandaríkjamenn voru ekki tilbúnir til að sjá geirvörtur.


Keira Knightley- Einokaði fyrirsagnir slúðurpressunnar eftir að hún mótmælti því að brjóst hennar yrðu stækkuð á veggspjaldi fyrir myndina King Arthur árið 2006.


Marie Antoinette- Þessi franska drottning var víst svo íturvaxin að það fór ekki fram hjá neinum … svo voru brjóstin á henni notuð sem mót fyrir postulínsskálar. Áhugavert.


Marilyn Monroe- Beraði sig að ofan í fyrsta tölublaðinu af Playboy, árið 1953.


Christina Hendricks- Skartar einum frægasta barmi veraldar í dag og leyfir línunum að njóta sín í Mad Men-þáttunum.

 

Related Posts