„Allir tónleikar verða samkvæmt dagskrá og búið að brúa öll bil varðandi hátíðirnar eins og Jón hefði viljað,“ segir Jóhanna Gísladóttir prestur í Langholtskirkju en haldin var bænastund fyrir Jón Stefánsson organista um helgina í stað tónleika Kórs Langholtskirkju. Organistinn góðkunni lenti í alvarlegu bílslysi fimmtudaginn 12. nóvember í Hrútafirði en talið er að hann hafi fengið aðsvif undir stýri.
Mikið tónlistarlíf er jafnan í kikjunni í kringum hátíðirnar og hefur Jón borið veg og vanda af því. Hefur hann lyft grettistaki í tónlistarlífi þjóðarinnar og eldmóður hans og áhugi gjörbylt kórastarfi í landinu. Orð prestsins að hann hefði ekki viljað að fjarvera sín vegna slyssins hefði áhrif á tónlistarstarfið verða því ekki dregin í efa en engu að síður er ljóst að án hans verður skilið eftir stór skarð í tónlistarlífi kirkjunnar sem seint verður fyllt upp í fullkomlega.

Related Posts