Robert C. Barber (66) er höfðingi heim að sækja:

Bandaríski sendiherrann, Robert C. Barber, nýtur þess að vera á Íslandi. Hann er duglegur að bjóða til móttöku en hann bauð í eina slíka í tilefni af því að nýr starfsmaður, Jill Esposito,  kom til starfa í sendiráðinu en hún er næstráðandi á eftir sendiherranum. 

usa

VELKOMNIR VINIR: Robert C. Barber og Jill Esposito tóku brosandi á móti gestum í veglegri móttöku í sendiráðinu.

 

USA  „Ég hlakka til að starfa með Jill og kynna hana fyrir landi og þjóð. Íslendingar hafa tekið vel á móti mér og munu án efa líka taka vel á móti Jill. Ég kann virkilega vel við mig hér og líður vel hérna. Synir mínir hafa allir fengið Íslandsbaketeríuna og eru duglegir að ferðast um landið. Það er mikill fengur í því að fá Jill, hún er reynslumikil og hefur starfað víða um heiminn, hún á án efa eftir að reynast okkur vel,“ segir Robert sem er orðinn nokkuð sleipur í íslenskunni eftir dvölina hér.

 

usa

BROSMILD: Sigríður Snævarr, eiginkona Kjartans Gunnarssonar, gegndi eitt sinn stöðu sendiherra. Hún leit við og tók gesti tali.

usa

EKKI LENGUR MÁR: Heiðar Guðjónsson fjárfestir og eiginkona hans, Sigríður Sól Björnsdóttir  sem er dóttir Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra, voru alsæl. Heiðar er aðsópsmikill og hefur lagt sitt á vogarskálarnar í umræðunni um efnahagsstjórnun landsins. Heiðar hét áður Heiðar Már en var þá gjarnan ruglað saman við Hreiðar Má sem hefur setið inni fyrir efnahagsbrot. Hreiðar og Heiðar eru ekki sami maðurinn.

usa

NORRÆN MENNING: Þjóðleikhússtjóri Ari Matthíasson og hinn danski Mikkel Harder, sem er forstöðumaður Norræna húsins, voru á menningarlegum nótum.

usa

SVOLÍTIÐ ERLENDIS: Stefán Haukur Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, stóð á spjalli við Össur Skarphépinsson sem gegndi eitt sinn embætti utanríkisráðherra.

usa

 

HEITIR LÍKA KJARTAN: Kjartan Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ mætti á svæðið.

 

 

 

ÿØÿá»·Exif

ALLTAF HRESS: Kjartan Gunnarsson, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, lék á als oddi og gantaðist við Áshildi Bragadóttur, forstöðumann Höfuðborgarstofu.

Séð og Heyrt alltaf hress.

 

 

 

 

Related Posts