Hanna Sigurðardóttir (29) er smali:

HÓPARAR FARA LÉTT MEÐ SMALIÐ

Hressir Grindjánar Hanna sem búsett er í Grindavík hefur gert 21 Hóparamyndbönd, en fjölskylda hennar kennir sig við bæinn Hóp í Grindavík, sem langafi og langamma Hönnu bjuggu á. „Fyrirtæki afa míns hét líka Hóp hf. Ég tek að mér að gera myndbönd fyrir afmæli og brúðkaup og annað slíkt,“ segir Hanna.

Við birtum um daginn myndband þar sem að Hanna og móðir hennar,Þórlaug Guðmundsdóttir skruppu á rúntinn ásamt vinkonu þeirra Jóhönnu Harðardóttir, sjá hér.

Hanna gerði nýlega tvö ný myndbönd í tilefni af réttum, en réttað var í Þórkötlustaðarétt í Grindavík síðastliðinn laugardag.

Í seinna myndbandinu fékk Hanna frænkurnar Önnu Sigríði Sigurðardóttir og Dagný Rut Ólafsdóttur til að syngja, en þær eru búsettar í Grindavík og vinkonu sína Sigurbjörgu Dís Konráðsdóttur, sem búsett er í Njarðvík. Lagið er þjóðhátíðarlagið 2016, sem samið er af Halldóri Gunnari Pálssyni fjallabróðir, en texta Magnúsar Þórs S Sigmundssonar heimfærði Hanna fyrir smalamennskuna.

 

„Ég hef klippt saman gæsa- og steggjamyndbönd og gert myndbönd fyrir tvö brúðkaup,“ segir Hanna. Og ef að þú vilt að hún græji myndband fyrir þig má hafa samband á facebook eða senda henni tölvupóst, crystall6@hotmail.com.

Hanna birtir öll myndböndin á youtubesíðu sinni.

Heimasíðan Grindavik.net greindi fyrst frá, en þar má fylgjast með fréttum úr mannlífinu í Grindavík.

Séð og Heyrt – smalar en bara stundum.

Related Posts