Hildur María Leifsdóttir (23) er nýkrýnd Miss Universe Iceland:

Fegurðarsamkeppnin Miss Universe Iceland fór fram í Gamla bíói með miklum glæsibrag. Öllu var til tjaldað og mikið í lagt. Manuela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland og fyrrum keppandi í Miss Universe, stóð fyrir keppninni í samstarfi við aðstandendur keppninnar í Bandaríkjunum. Aðstandendur keppenda streymdu prúðbúnir og fullir eftirvæntingar í Gamla bíó. Margir mættu með skilti með hvatningarorðum til keppenda. Hildur María Leifsdóttir stóð uppi sem sigurvegari en alls kepptu 21 stúlka um hnossið.

Brosir í gegnum tárin  „Þetta var algörlega geggjað ég er enn að átta mig á þessu,“ sagði Hildur María stuttu eftir að hún var krýnd. Fjölskylda hennar og vinir þyrptust að henni og fögnuðu innilega. Hildar býður skemmtilegt og spennandi ár en hún fer strax til Bandaríkjanna til undirbúnings fyrir lokakeppnina sem fer fram á Filippseyjum í lok janúar á næsta ári. Unnusti hennar, Ólafur Snorri Helgason, fagnaði innilega með sinni heittelskuð en hann verður nú að sjá á eftir henni í ævintýri lífs hennar.

14372387_10154261763114584_2230975463740537843_o

14468756_10154261763134584_8496771881824995981_o

ÞARF AÐ KVEÐJA KÆRÓ: Unnusti Hildar Maríu, Ólafur Snorri, þarf að sjá á eftir henni í langt ferðalag sem verður án efa bæði spennandi og skemmtilegt. Hann var stoltur af henni og smellti henni rembingskoss á kinn. 

Keppnin var hin glæsilegasta og var með sambærilegu sniði og keppnin erlendis og því er sigurvegarinn vel tilbúinn í stóru keppnina og veit hvers er að vænta. Allir dómararnir voru erlendir og höfðu dvalið hér á landi í nokkra daga og kynnst keppendum náið. Aðspurð sagði Manuela að erlendir dómarar tryggðu ákveðið hlutleysi gagnvart keppendum og væru á engan hátt tengdir þeim fjölskylduböndum né öðru sem er stundum raunin hér á landi sökum smæðar þjóðarinnar.

Keppendur þurftu að leysa ýmsar þrautir, svara erfiðum spurningum og fara í viðtöl við dómara. Á lokakvöldinu sýndu þær skemmtilegt dansatriði en komu einnig fram á sundfötum og svo síðkjólum sem voru hver öðrum glæsilegri.

Mikð líf og fjör var baksviðs og gamla óperan iðaði af lífi þar sem hársprey hlátur og háværar skipanir frá aðstoðarfólki stúlknanna voru allsráðandi. Allt gekk þó eins og smurð vél og var ekki annað að sjá en að stúlkurnar væru allar góðar vinkonur, enda hafa þær kynnst vel á þeim tíma sem undirbúningurinn hefur verið. Stúlkurnar gistu tvær nætur á Center Hótel Plaza áður en þær mættu til lokakeppni og voru því úthvíldar á lokakvöldinu.

14468516_10154261763489584_6541613828771522194_o

ÞREFÖLD FEGURÐ: Manuela veit hvað hún syngur og er bara með toppfólk með sér en Nia Sanchez, fyrrum ungrú Bandaríkin, og Marissa Powell, fyrrum keppandi í sömu keppni, sátu í dómnefndinni. Þær voru hæstánægðar með dvölina hér og voru sérstakleg ánægðar með að hafa tækifæri til að sjá norðurljósin.

14444977_10154261763369584_3326214103458472363_o

MAMMAN MANUELA: Manuela er algjör ofurmamma. Börnin hennar tvö, Jóhann og Elma Rós, voru móður sinni innan handar og aðstoðuðu hana við keppnina. En Jóhann leiddi keppendur inn á svið í síðkjólaatriðinu.

14434870_10154261763394584_2903033128325138186_o

MENNIRNIR Í LÍFI MANUELU: Hollywood-leikaranir Shawn Pyfrom  og  Cody Kasch eru þekktir fyrir leik sinn í þáttaröðinni Desperate Houswifes en þeir sátu í dómnefndinni. Jóhann, sonur Manuelu, var í stóru hlutverki um kvöldið og gekk í ýmis verk.

14379615_10154261763589584_4297895298075888028_o

BAKVARÐASVEITIN: Fjölmargir sáu til þess að allt gengi upp, hár, neglur kjólar og smink. En þessi hópur kom beint frá Miss Universe-keppninni í Bandaríkjunum og lagði sitt af mörkum til að allt gengi upp.

14434963_10154261763584584_3995938320443826543_o

„BEIBIN“ BÍÐA: Vinkonurnar Hildur Árnadóttir, Bryndís Hera og Gurrý biðu spenntar eftir því að komast í salinn og fylgjast með keppninni.

14434938_10154261763639584_320511900661143105_o

ALLT Í ÖLLU: Teymið sem sá um keppendur kom víða að og hafði fjölbreytt hlutverk. Þessi tvö sáu meðal annars um miðasölu og búninga keppenda. Þau skemmtu sér vel á Íslandi.

14444611_10154261763789584_1992277114708122802_o

TVÆR GYÐJUR: Sigrún Lilja frá Gyðju Collection var með truflaða hárkollu og minnti á Kleópötru. Hún smellti af mynd með Niu Sanchez sem var ungfrú Bandaríkinn 2014 og lenti í öðru sæti í Miss Universe sama ár en Nia sat í dómnefndinni.

14424927_10154261762919584_6513762245580931210_o

NÝKRÝND MISS UNIVERSE ICELAND: Hildur María Leifsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland við stórglæsilega athöfn í Gamla bíói.

14409832_10154261764929584_6361887683341249688_o

Á LEIÐ HEIM: Guðrún Dögg Rúnarsdóttir, ungfrú Ísland 2009, lagði það á sig að ganga upp Bankastrætið á 18 sentímetra háum hælum. Hún fékk þó hjálp frá vinkonu sinni með ferðatöskuna.

14409844_10154261765149584_1770927476852705038_o

„SELFIE“: Þegar þú tekur þátt í Miss Universe þá er það óskráð regla að þú tekur að minnsta kosti eina flipp-sjálfu baksviðs.

14290036_10154261765334584_4894963843519327751_o

RAUTT Í GEGN: Árný klæddist þessum fallega rauða kjól sem passaði svona rosalega vel við sófann sem hún sat í.

14435425_10154261765234584_9037791179264523775_o

ALLT AÐ VERÐA KLÁRT: Það þurfti að hafa hraðar hendur baksviðs til að gera allt klárt fyrir stóra kvöldið.

14434948_10154261765014584_1461385398026128481_o

STOLT: Manuela Ósk var ánægð með kvöldið enda gekk það frábærlega.

14424928_10154261764859584_4922014894981557759_o

UNGFRÚ AKRANES: Sigrún Eva kom fram fyrir hönd Skagamanna og var flottur fulltrúi þeirra.

14444624_10154261764614584_4585933346750978125_o

ALLT HVÍTT: Elísa Gróa Steinþórsdóttir klæddist þessu fallega hvíta bikiníi.

14434873_10154261764644584_5281695269950956143_o

SKVÍSA: Andrea Sigurðardóttir, ungfrú Kópavogur, sýndi lögulegar línurnar í sundfötum við mikinn fögnuð áhorfenda.

14434902_10154261764324584_49333355833626177_o

GÓÐUR: Jóhann, sonur Manuelu, fékk að leiða stelpurnar inn þegar síðkjólarnir voru í aðalhlutverki.

14444651_10154261764464584_3362532284062900840_o

SPENNA: Hildur María og Sigrún Eva biður spenntar eftir úrslitunum.

14445030_10154261765639584_686026507030792307_o

NÝKRÝND: Hildur María, Miss Universe Iceland 2016, var að vonum í skýjunum með titillinn góða.

14468292_10154261764339584_6522785309203936837_o

HEPPIN: Ungfrú Keflavík fékk sérstaka viðurkenningu frá Miss Universe fyrir að vera „true to the concept“.

14379685_10154261764249584_7312169465614227439_o

TOPP 3: Andrega Sigurðardóttir, Hildur María og Sigrún Eva voru þær sem hrepptu fyrstu þrjú sætin. Spennan var mikil fyrir úrslitastundina og andrúmsloftið rafmagnað.

14362434_10154261764769584_5808133183333720561_o

FALLEGAR: Inga María og Sigrún Eva voru glæsilegar á sviðinu.

14379831_10154261763764584_5623315190414636297_o

LÍKA FEGURÐARDROTTNING: Nýkrýnd ungfrú Ísland, Anna Lára Orlowska, mætti að sjálfsögðu til að fylgjast með keppninni, Unnusti hennar, Nökkvi Fjalar, skartaði sparibrosi.

14444619_10154261765039584_1883865721365588668_o

SPURT OG SVARAÐ: Eva Ruza, kynnir kvöldsins, spurði stelpurnar spjörunum úr en þær svöruðu fagmannlega eins og þeirra var von og vísa.

Séð og Heyrt fylgist með fegurð.

 

 

14361292_10154261763229584_5157335687234110310_o

FJÖLSKYLDAN ÁNÆGÐ:  Hildur María var svo sannarlega ekki ein því að fjölskylda hennar mætti henni til halds og trausts. Stoltið leyndi sér ekki þegar þau stilltu sér upp með djásni fjölskyldunnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Related Posts