Alda Coco (27) er spriklandi af gleði:

Hamingja „Ég er nýbyrjuð í sambandi og er að springa úr hamingju“, segir Alda Coco sem svífur um á hamingjuskýi þessa daganna.  Nýi kærastinn er ekki gefin fyrir fjölmiðla og því ætlar Alda ekki að gefa upp nafnið hans að svo stöddu. „Ég vil vernda sambandið það er svo nýtt.“

 

alda babe

TRUFLAÐ FORM: Alda Coco er dugleg í ræktinni og passar vel upp á heilsuna.

Alda, sem er Pamela Anderson Íslands, er óhrædd við fara sínar eigin leiðir í stíl og er ekkert feimin við.  „Ég er á fullu að koma mér í form þessa daganna, bæði að þjálfa kroppinn og svo verð ég bara að segja frá uppáhalds sminkunni minni, hún heitir Bára Jónasdóttir og er sú eina sem ég treysti. Flestir sem þekkja mig vita að ég vil  glamour og ég elska að vera over the top förðuð og hún kann það. Það var í fyrsta skipti sem ég þurfti ekki að laga förðun eftir sminku. Bara takk guð fyrir að hafa skapað bestu sminku í heimi,“ segir Alda Coco sem fer sínar eigin leiðir í lífinu og lætur ekkert stöðva sig.

 

GEGGJAÐ LÚKK: Alda Coco er ekki feiminn við að vera mikið sminkuð og vill hafa glamúrinn í lagi.

 

Related Posts