ÁGÚSTA EVA Í LÖGREGLUFYLGD

Fjölmenni á frumsýningu Borgríkis 2:

Íslenski spennukrimminn Borgríki 2: Blóð hraustra manna var frumsýndur í Háskólabíói á miðvikudagskvöld. Myndin er sjálfstætt framhald hinnar stórgóðu Borgríki sem leikstjórinn Ólafur Jóhannesson sendi frá sér fyrir þremur árum.

Aðalpersónur og leikendur eru þau sömu og í fyrri myndinni. Ágústa Eva Erlendsdóttir endurtekur hlutverk lögreglukonunnar og hörkutólsins Andreu og Sigurður Sigurjónsson heldur áfram að róta Margeiri, gerspilltum yfirmanni fíknó, í vandræði.

Í Borgríki laust íslenskum og serbneskum krimmum saman og þar fór glæpaforinginn Gunnar, sem Ingvar E. Sigurðsson, illa út úr viðskiptum sínum við Serbann Sergej sem Zlatko Krickic lék með ógleymanlegum tilþrifum. Nú reynir Gunnar að koma sér á réttan kjöl og ná fram hefndum á Sergej og notar til þess sérsveitarlögreglumanninn Hannes sem Darri Ingólfsson leikur. Darri kemur nýr inn í Borgríkisgengið en hann gerði það fyrir örfáum misserum sem höfuðandstæðingur raðmorðingjans Dexters í síðustu þáttaröðina um það blóðþyrsta ljúfmenni.

Related Posts