Ágúst Bjarnason (37) sprettir úr spori:

HLJÓP MARAÞON ÁN UNDIRBÚNINGS

Hlaup Leikarinn Ágúst Bjarnason hljóp sitt fyrsta maraþon fyrir nokkrum árum og var reynsla hans af hlaupinu fest á filmu. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hvernig honum gekk.

„Sagan er þannig að ég skráði mig í fullt 42,2km maraþon sem átti að taka upp fyrir Íslandsbanka. Ég hafði ekkert æft og reyndi að hætta við fimmtudaginn fyrir hlaup,“ segir Ágúst.

Þá var leikstjórinn búinn að panta tökuvélar og safna góðri upphæð fyrir SOS barnaþorp, þannig að Ágúst prófaði að hlaupa á fimmtudagskvöldinu og náði 23 km. „Það voru mistök því maður á víst að hvíla fyrir hlaup. Myndin fjallar svo um hvernig gekk í maraþoninu. Ég lærði þrjú einföld atriði sem að virkuðu vel: 1) borða pasta, 2) hætta að reykja og 3) ekki gefast upp.“

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á morgun laugardag og það er enn hægt að skrá sig, hér.

Lestu Séð og Heyrt alla daga.

 

Related Posts