Rithöfundurinn og forsetaframbjóðandinn Andri Snær Magnason opnar myndaalbúmið sitt.

 STÓRFJÖLSKYLDA: Hér eru Hulda amma og Árni afi í Hlaðbæ, systkini mín og frænkur mínar. Mæður okkar eru tvíburar svo við ólumst upp nánast eins og systkinahópur.


STÓRFJÖLSKYLDA: Hér eru Hulda amma og Árni afi í Hlaðbæ, systkini mín og frænkur mínar. Mæður okkar eru tvíburar svo við ólumst upp nánast eins og systkinahópur.

 

ÆSKUÁST: Við Magga kynntumst 18 ára, þarna erum við að fara á árshátíð MS árið 1993 en Magga var reyndar í MR. Afi gaf mér jakkafötin sín af þessu tilefni, ég nota jakkann ennþá.

ÆSKUÁST: Við Magga kynntumst 18 ára, þarna erum við að fara á árshátíð MS árið 1993 en Magga var reyndar í MR. Afi gaf mér jakkafötin sín af þessu tilefni, ég nota jakkann ennþá.

 

GÓÐUR: Dæmigerð mynd af mér 11 ára gömlum. Gat dundað mér endalaust í legó.

GÓÐUR: Dæmigerð mynd af mér 11 ára gömlum. Gat dundað mér endalaust í legó.

 

RISASLANGA: Björn afi bjó í New Jersey þar sem hann starfaði sem skurðlæknir. Það var alltaf ævintýralegt að heimsækja hann, þau áttu hund og naggrísi og Jon, hálfbróðir mömmu, var með kyrkislöngu og krókódíl í herberginu sínu.

RISASLANGA: Björn afi bjó í New Jersey þar sem hann starfaði sem skurðlæknir. Það var alltaf ævintýralegt að heimsækja hann, þau áttu hund og naggrísi og Jon, hálfbróðir mömmu, var með kyrkislöngu og krókódíl í herberginu sínu.

 

FLOTTIR FEÐGAR: Ég bjó í Ameríku í sex ár, pabbi var í sérnámi. Foreldrar mínir voru alltaf duglegir að ferðast með okkur, þessi mynd er líklega tekin á Cape Cod

FLOTTIR FEÐGAR: Ég bjó í Ameríku í sex ár, pabbi var í sérnámi. Foreldrar mínir voru alltaf duglegir að ferðast með okkur, þessi mynd er líklega tekin á Cape Cod

 

MEÐ MÖMMU: Ég og mamma. Myndin er tekin um borð í Elsku Rut, bátnum hans afa norður á Melrakkasléttu.

MEÐ MÖMMU: Ég og mamma. Myndin er tekin um borð í Elsku Rut, bátnum hans afa norður á Melrakkasléttu.

 

AFMÆLI: Ég á afmæli 14. júlí svo afmælið mitt var yfirleitt haldið einhvers staðar úti á landi. Hér erum við líklega einhvers staðar á fjallabaksleið.

AFMÆLI: Ég á afmæli 14. júlí svo afmælið mitt var yfirleitt haldið einhvers staðar úti á landi. Hér erum við líklega einhvers staðar á fjallabaksleið.

 

MYNDARLEGUR: Hér er ég á menntaskólaárunum í MS.

MYNDARLEGUR: Hér er ég á menntaskólaárunum í MS.

 

FALLEG FJÖLSKYLDA: Þessi mynd er í miklu uppáhaldi í fjölskyldunni. Við systkinin og ég í bleikri peysu á fermingardaginn árið 1987.

FALLEG FJÖLSKYLDA: Þessi mynd er í miklu uppáhaldi í fjölskyldunni. Við systkinin og ég í bleikri peysu á fermingardaginn árið 1987.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts