Engu er líkara en ástarguðinn Amor hafi komið til landsins með fyrstu skipum á nýju ári og byrjað að skjóta örvum sínum í allar áttir á höfuðborgarsvæðinu.

cupid1Hjónaskilnaðir síðasta árs hverfa í skuggann af nýjum samböndum sem lesa má um hér í blaðinu og fylla margar síður. Eins og allt sé orðið vitlaust í ástinni – en margt er vitlausra en það.

Snyrtifræðingurinn Laufey Birkis, fyrrum eiginkona Bonna ljósmyndara, fékk bónorð frá gamla skemmtanakónginum Garðari Kjartanssyni á öðru stefnumóti þeirra og hefur síðan svifið um á bleiku skýi.

Knattspyrnugoðið Heiðar Helguson var á forsíðu hér fyrir nokkru vegna skilnaðar hans og Eikar Gísladóttur sem lýsti því hversu vel skilnaðurinn hefði gengið fyrir sig. Nú er Heiðar Helguson alsæll í fangi hálfírönsku þokkagyðjunnar Mariam Vahabzaeh sem þegar hefur verið kynnt fyrir bestu vinum hans.

Svo ekki sé minnst á fegurðardrottninguna Manuelu Ósk, sem sprangar um á Manhattan í New York með nýjum ástmanni, og stórtenórinn Garðar Thór Cortes, sem datt í lukkupottinn þegar hann kynntist lottóstúlkunni Elvu Dögg Melsteð og fékk þar með fimm rétta og lottótöluna að auki.

eiríkur jónssonAllt er þetta dásamlegt og gerir lífið skemmtilegra, eins og við hér á Séð og Heyrt reynum að gera í hverri viku – og nú tókst okkur það.

Áfram, Amor!

Eiríkur Jónsson

Related Posts