Tímamót hjá Hannesi Hólmsteini (62):

Hannes Hólmsteinn fagnaði afmælisdeginum með hádegisverði í Rio de Janeiro. Með honum voru Roberto Paravagna, fyrrverandi fjármálaráðgjafi frá Ítalíu, James Callahan, fyrrverandi bankamaður frá Bandaríkjunum, Ron Ede, fyrrverandi fasteignasali frá Kanada, og afmælisbarnið á veitingastaðnum Via Sete í Ipanema í Rio de Janeiro. Meðalaldurinn var 73,5 ár og afmælisbarnið var yngst, 62 ára.

Ungur í anda Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru meðallífslíkur þeirra sem ná 62 ára aldri, 22 ár í viðbót,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor sem fagnaði 62 ára afmæli sínu í Brasilíu í góðra vina hópi.

Hannes segir að síðasta ár hafi verið ár stórra ákvarðana í lífi hans. Hann keypti aftur hús sitt við Hringbraut sem hann hafði komið í skjól hjá vini þegar Jón Ólafsson vatnskóngur fór í mál við hann. Hann gerði samning við Háskólann um breytta starfstilhögun sem hentar honum vel og samning við fjármálaráðuneytið um verkefni sem honum er hugleikið.

Hannes Hólmsteinn var snemma bráðger og móðir hans kenndi honum að lesa og skrifa bæði íslensku og dönsku áður en eiginlegt skólanám hófst enda var hún kennari að mennt. Heilsan hefur alltaf verið í góðu lagi nema hvað Hannes fékk brjósklos 1998 sem lagaðist af sjálfu sér og svo sprakk í honum botnlanginn 2004 en að öðru leyti hefur Hannes Hólmsteinn aldrei þurft að dvelja á sjúkrahúsi. Hann fer reglulega í læknisskoðun, bæði hér heima og erlendis, og hefur ekkert fundist að honum nema ef vera skyldi heldur hátt magn kólesteróls í blóði.

Hannes Hólmsteinn hefur verið áberandi í þjóðmálaumræðunni frá unga aldri og á eftir að halda því áfram um ókomin ár ef að líkum lætur.

hannes 2

BEKKJARMYND: Hannes Hólmsteinn á bekkjarmynd í 12 ára bekk 1965, stendur í öftustu röð fyrir miðju.

Nýtt Séð og Heyrt i hverri viku og alla daga á netinu.

Related Posts