Júlíus Sigurjónsson (40) bauð til diskóveislu:

Júlíus Sigurjónsson sem jafnan er kenndur við Júlladiskóin sem hann hefur haldið síðustu ár hélt nýlega upp á fertugsafmælið sitt og dugði ekkert minna en heill samkomusalur til, enda Júlli einstaklega skemmtilegur og vinamargur gaur. Rúmlega tvö hundruð manns mættu til að samfagna Júlla og stórafmæli hans.

Fertugur og fær í allt „Ég hef aldrei vaknað jafnhress og fimmtudaginn 27. október,“ segir Júlli aðspurður um hvernig sé að vera kominn á fimmtugsaldurinn, en hann varð fertugur þann dag. „Þetta er bara stórkostlegt.“

Hann er heldur ekki byrjaður að huga að hlutum sem þarf að strika af „to do“-listanum fyrir næsta stórafmæli, enda góður tími þangað til. Júlli er þó hæstánægður með hvernig afmælisveislan tókst þó að hann sé ekki vanur að vera gestamegin við borðið. „Mér fannst þetta svolítið sérstakt því ég er vanur að sjá um tónlistina og að skemmta hinum en ekki vera aðalgesturinn. Þetta var sérstök tilfinning en mjög góð.“

Nokkrir vina Júlla tróðu upp í veislunni með sögur, söng og skemmtiatriði en sú fyrsta á svið og jafnframt yngsta var dóttir Júlla, Júlía Hrönn, sem er sjö ára. Hún söng tvö lög og kærasta Júlla, Sigurbjörg Hjálmarsdóttir, spilaði undir á gítar. „Júlíu fannst þetta gaman og hún var ótrúlega örugg á sviðinu, söng án texta eins og ekkert væri,“ segir Júlli stoltur af konunum sínum tveimur.

Ljósmyndir: Brynja Kristinsdóttir.

_ds_9666

DISKÓKONUNGUR OG PRINSESSAN HANS: Dóttir Júlla, Júlía Hrönn, var að sjálfsögðu mætt og búin að æfa söngatriði til að flytja fyrir pabba í tilefni af stóra deginum.

_ds_9705

GORDJÖSS GJÖF: Eina afmælisgjöfin sem var tekin upp í partíinu var sjálfur sjarmörinn Páll Óskar, sem nokkrir vinir Júlla höfðu fengið til að skemmta. Palli tryllti lýðinn eins og honum einum er lagið og er alltaf gördjöss, þrátt fyrir að vera orðinn 46 ára.

_ds_9658

KONURNAR HANS JÚLLA: Konurnar í lífi Júlla byrjuðu skemmtidagskrána. Dóttirin Júlía Hrönn er aðeins sjö ára en þrátt fyrir ungan aldur sýndi hún engin merki um sviðsskrekk og söng tvö lög við mikinn fögnuð veislugesta. Sigurbjörg, kærasta Júlla, er tónlistarkennari í grunnskólanum í Sandgerði og spilaði hún undir á gítar. Lag Íslandsvinarins Justin Bieber, „Baby“, fékk að hljóma á undan lagi Frikka Dór, „Í síðasta skipti“.

_ds_9760

LITLI OG STÓRI: Stóri bróðir Júlla, Einar Sigurjónsson, var kátur með litla bróðir.

_ds_9774

VEISLUSTJÓRI FRÁ NOREGI: Júlli pantaði veislustjórann alla leið frá frændgarði okkar í Noregi, en kappinn, Ómar Freyr Kristjánsson, og Júlli eru æskuvinir. „Díllinn var þannig að hann flutti mig, Júlladiskó, út í brúðkaupið sitt, þannig að núna flutti ég hann heim í afmælið mitt,“ segir Júlli. Ómar hélt dagskránni og var duglegur að skipta um bol milli atriða.

dsc03113

TVEIR TÖFFARAR: Pétur Jóhann og Auðunn Blöndal voru mættir. Auðunn hélt ræðu og söng síðan lagið Án þín sem Sverrir Bergmann gerði frægt, en Auddi gerði íslenskan texta við lag Bon Jovi. Júlíus Hafstein spilaði undir á gítar en hann varð landsfrægur sem þáttastjórnandi djúpu laugarinnar sem sýnd var á SkjáEinum.

dsc03087

BER ER HVER AÐ BAKI NEMA SYSTUR EIGI: Systur Júlla voru að sjálfsögðu mættar til að samfagna litla bróður, Sólveig Sverrisdóttir og Rósa Sigurjónsdóttir.

julli3-2

SÖNGFUGLINN: Guðrún Árný Karlsdóttir söng nokkur lög en þau Júlli kynntust fyrir nokkrum árum í sameiginlegum vinahópi.

14600900_10211416291468780_8101406119325171502_n

NAGLATVENNUSJÁLFA: Í byrjun kvöldsins var veislugestum sagt að taka upp farsímann sinn, taka sjálfu og setja hana inn á samfélagsmiðla. Ragga nagli tók þessa skemmtilegu sjálfu af sér og manninum á bak við. Maðurinn sá er Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla, sem þekktur er fyrir Bíógagnrýni Valdimars.

julli3-1

JÓN ÁSGEIR: Ásgeir Páll Ágústsson, partístjóri allra landsmanna, og Jón Gestur gáfu afmælisbarninu frí frá græjunum í tilefni dagsins og sáu um dj-störfin í afmælinu. Strákarnir mættu með allt sitt hafurtask og gerðu veislusalinn stórkostlegan og dönsuðu gestir fram undir morgun. Að sögn Ásgeirs Páls ætla þeir félagar í frekara samstarf og kalla sig þá að sjálfsögðu Diskóþjónustu Jóns Ásgeirs.

dsc03138

MAMMA MÆTTI LÍKA: Móðir Júliu Hrannar, Hrönn Jónsdóttir, mætti í fjörið og að sjálfsögðu einstaklega ánægð með frammistöðu dótturinnar.

julli3-3

SIGURBJÖRG OG SYSTKINI: Systkini Sigurbjargar mættu til að samfagna Júlla, Sigmar og Daggrós Hjálmarsbörn.

dsc03117

STUTT Í STÓRA DAGINN: Kærustuparið Lárus Long og Guðrún Lena Brynjólfsdóttir tók pásu frá brúðkaupsundirbúningi en stóri dagurinn er eftir nokkra daga. Lárus og Júlli eru æskuvinir frá því að þeir voru smápattar. Þór Bæring, einn eigenda Gamanferða skemmti sér konunglega eins og aðrir gestir.

_ds_9805

TVEIR TÖFFARAR: Það fylgdi ekki sögunni hvort Pétur Jóhann Sigfússon væri hrifinn af diskói. En skemmtiatriðið hans sló í gegn, þar sem hann fór meðal annars yfir hvað Júlla ætti nú að vera fært, komnum yfir fertugt. Og gerði stólpagrín að því að öllum hefði verið boðið fyrst útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson var mættur.

_ds_9674 dsc03062 dsc03104 dsc03162

Séð og Heyrt skemmti sér konunglega í Hafnarfirði.

 

Related Posts