Öldungurinn Clint Eastwood (85) hefur komið víða við:

Leikarinn og leikstjórinn Clint Eastwood fagnaði 85 ára afmæli sínu á síðasta degi maímánaðar. Hann hefur verið lengi að, markað varanleg spor í kvikmyndasöguna og er enn ern og sendi síðast frá sér kvikmynd, American Sniper, í fyrra. Á ferlinum hefur hann krækt í fimm Óskarsverðlaun, fimm Golden Globe auk fjölda annarra verðlauna og viðurkenninga. Maðurinn er einstaklega hæfileikaríkur og er margt annað til lista lagt en að leika og leikstýra.

SPAGHETTÍHETJAN: Eastwood festi sig í sessi sem eitursvalur töffari í vestrum Sergio Leone.

SPAGHETTÍHETJAN:
Eastwood festi sig í sessi sem eitursvalur töffari í vestrum Sergio Leone.

Magnaður Eastwood semur einnig tónlist við sumar mynda sinna, spilar á píanó og syngur. Hann gerði tónlistina við myndirnar Mystic River, Million Dollar Baby, Flags of Our Fathers, Grace Is Gone, Changeling, og J. Edgar og samdi píanótónlistina við In the Line of Fire þar sem hann lék roskinn leyniþjónustumann.

Talaði við stól
Eastwood hefur einnig haft afskipti af stjórnmálum og vakti athygli og undrun þegar hann ávarpaði tóman stól á fundi Repúblíkanaflokksins 2012. Stóllinn átti að vera ígildi Baracks Obama forseta en rausið sem stóllinn fékk að heyra þótti gömlu kempunni ekki til framdráttar.

Bæjarstjóri í tvö ár

Eastwood var kosinn bæjarstjóri í Carmel-by-the-Sea 1986 og gegndi embætti í tvö ár. Eitt afreka hans á tímabilinu var að afnema bann við því að fólk borðaði ís á almannafæri. Hann sóttist ekki eftir endurkjöri þótt ýmislegt hafi enn verið ógert í bænum.

HÖRKUTÓLIÐ: Löggan óvægna Dirty Harry er eitt þekktasta hlutverk leikarans.

HÖRKUTÓLIÐ:
Löggan óvægna Dirty Harry er eitt þekktasta hlutverk leikarans.

Boðið að vera Bond
Eastwood var boðið hlutverk njósnarans James Bond þegar Sean Connery hætti 1971. Hann hafnaði tilboðinu þar sem hann taldi enga nema breska leikara eiga að fara með rullu 007. Roger Moore tók því við keflinu. Eastwood hefur einnig afþakkað hlutverk Supermans.

Verndar hús
Eastwood er áhugasamur um verndun sögulegra bygginga og keypti 1986 Mission Ranch í Carmel og bjargaði húsinu sem átti að víkja fyrir íbúðabyggingum. Hann er sagður hafa fengið færustu smiði og fagmenn til þess að endurnýja bygginguna og færa hana sem næst upprunalegu útliti. Byggingin hýsir í dag vinsælt hótel og veitingastað.

Related Posts