Veitingakóngurinn í Vesturbænum, Pétur Marteinsson (41):

 

Meira pláss Allt leikur í höndunum á Pétri Marteinssyni, fyrrum knattspyrnuhetju, sem er orðinn einn umsvifamesti athafnamaður höfuðborgarinnar af sinni kynslóð – Kex-hostel, veitingastaðurinn Dill á Hverfisgötu, plús pizza í kjallaranum, og nú síðast Kaffihús Vesturbæjar sem er alltaf fullt.

Pétur hefur búið ásamt eiginkonu sinni, Unni Önnu Valdimarsdóttur, og níu ára dóttur, Lilju Hugrúnu Pétursdóttur, á Grenimel í glæsilegri íbúð sem hefur verið seld; í staðinn hefur fjölskyldan fest kaup á einbýlishúsi á Einimel sem er líklega dýrasta gatan í Melahverfinu.

Einbýlishúsið á Einimel er 263 fermetrar, stendur á horni á besta stað í götunni og í kjallaranum er séríbúð. Fallegur, afgirtur garður er við húsið og svalir til allra átta.

 

GRENIMELUR: Nú yfirgefur Pétur og fjölskylda íbúðina góðu á Grenimel sem verið hefur heimili þeirra.

GRENIMELUR: Nú yfirgefur Pétur og fjölskylda íbúðina góðu á Grenimel sem verið hefur heimili þeirra.

pétur hús

EINIMELUR: Glæsilegt hús í fínni götu bíður Péturs og fjölskyldu hans.

 

Related Posts