Pétur Einarsson (49) og Þórey Vilhjálmsdóttir (42) eru nýtt par:

ást

HJÓLANDI HAMINGJA: Þórey og Pétur eru blússandi hamingjusöm og deila sameiginlegum áhuga á hjólreiðum. Pétur er sonur Einars Benediktssonar, fyrrum sendiherra, og alnafna skáldsins fræga. Pétur er mikill íþróttamaður og hefur meðal annars keppt í Járnkarlinum og gengið vel. Hann starfar sjálfstætt sem fjárfestir en var áður forstjóri Straums.

Hamingja Ástin spyr ekki um stétt eða stöðu en á litla Íslandi geta þræðir flækst með skemmtilegum hætti. Pétur Einarsson, fyrrverandi forstjóri Straums, og Þórey Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, eru nýtt par.

Svo skemmtilega vill til að fyrrum eiginkona Péturs, Selma Ágústsdóttir er nýgengin í hjónaband með Orra Haukssyni sem er náfrændi Péturs. Langafi þeirra frænda er Einar Benediktsson, stórskáld og athafnamaður.

Anna Þorsteinsdóttir, Orri Hauksson, Magnús Ragnarsson Anna Þorsteinsdóttir, Orri Hauksson, Magnús Ragnarsson

FORSTJÓRINN: Orri Hauksson er núverandi forstjóri Skipta en hann er náfrændi Péturs, langafi beggja var Einar Benediktsson skáld. Selma Ágústsdóttir starfar sem innanhússhönnuður og vegnar vel. Fjölskylda hennar rekur útgerð í Stykkishólmi en móðir Selmu, Rakel Olsen, er oft nefnd skeldrottningin frá Stykkishólmi. Selma og Orri búa í húsi Jóns Ásgeirs að Laufásvegi 69. En þar leigðu áður Ari Edwald og einnig lögmaðurinn Gísli Gíslason.

Þórey var áður kona knattspyrnukappans Ríkharðs Daðasonar en þau skildu og við tók ólgan í kjölfar lekamálsins í innanríkisráðuneytinu sem frægt er.

ást

INNANHÚSDROTTNING: Selma Ágústsdóttir starfar sem innanhússhönnuður og vegnar vel. Fjölskylda hennar rekur útgerð í Stykkishólmi en móðir Selmu, Rakel Olsen, sem stjórnar fyrirtækinu, er oft nefnd skeldrottningin í Hólminum.

Related Posts