Gylfi Már Hrafnsson (13) skarar fram úr í dansi og fótbolta:

Gylfi Már Hrafnsson er einhver allra efnilegasti dansari sem Ísland hefur alið af sér. Hann er margfaldur Íslandsmeistari í dansi og þrátt fyrir stífar dansæfingar hefur hann fundið tíma til að æfa knattspyrnu af kappi með FRAM og þar hefur hann einnig skarað fram úr.

ÍSLANDSMEISTARI: Gylfi er framúrskarandi dansari og margfaldur Íslandsmeistari.

ÍSLANDSMEISTARI: Gylfi er framúrskarandi dansari og margfaldur Íslandsmeistari.

Boltadans„Nei, nei. Það er ekkert erfitt að tvinna þetta saman. Ég þarf að hliðra einhverju til en þetta sleppur eins og er. Ég er búinn að vera að dansa síðan ég var sex ára og byrjaði um svipað leiti í fótboltanum þannig að þetta er búið að fylgja mér lengi,“ segir Gylfi og bætir við að það sé erfitt að velja hvor íþróttin sé skemmtilegri.

„Þetta eru svo ólíkar íþróttir að ég get ekki valið á milli hvort er skemmtilegra. Ég veit heldur ekki alveg hvenær ég þarf að velja á milli. Ég hef heyrt af einhverjum sem hafa valið á milli dans og fótbolta þegar hafa verið að nálgast meistaraflokk í fótbolta og sumir hafa valið aðra íþróttina yngri en ég. Ég er ekkert að hugsa um að velja núna, ég vil bara stunda þetta eins lengi og ég get.“

GÓÐUR: Ásamt því að æfa dansinn af kappi er Gylfi mjög efnilegur knattspyrnumaður.

GÓÐUR: Ásamt því að æfa dansinn af kappi er Gylfi mjög efnilegur knattspyrnumaður.

Ætlar að verða bestur

Gyfi skarar fram úr bæði í dansinum og knattspyrnunni en hann er margfaldur Íslandsmeistari í dansi og hefur verið valinn í úrvalslið í fótboltanum. Hans markmið eru skýr.

„Markmiðið hjá mér í dansinum er að verða bestur í heimi og ætli markmiðið sé ekki það sama í fótboltanum. Ég var valinn í úrval í fótboltanum þar sem 15 bestu leikmennirnir voru valdir til að keppa fyrir hönd Reykjavíkur í Finnlandi og við urðum meistararr. Þetta Reykjavíkurúrval varð líka Norðurlandameistari,“ segir Gylfi og þegar hann er spurður að því hversu oft hann hefur orðið Íslandsmeistari í dansi á hann erfitt með að muna eftir öllum titlunum þar sem þeir eru orðnir svo margir.

Á FULLU: Gylfi er með tæknina í lagi og einbeitingin á verkefnið er alltaf til staðar.

Á FULLU: Gylfi er með tæknina í lagi og einbeitingin á verkefnið er alltaf til staðar.

„Ég vann alla Íslandsmeistaratitla í fyrra og svo vann ég einu sinni Íslandsmeistaratitil þegar ég var yngri með dömunni sem ég dansaði með þá. Ég er búinn að vinna tvo eða þrjá Íslandsmeistaratitla á þessu ári, ég er ekki alveg með tölu á þessu núna.“

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts