Gunnar Hrafn (13), Iðunn Ösp (14), Hjörtur Viðar (13) og Guðríður (13) eru nýstirni:

Sagan af Bláa hnettinum hefur farið sigurför um heiminn, bæði sem bók og leikrit. Fyrrum forsetaframbjóðandinn Andri Snær Magnason er höfundur bókarinnar en sagan hefur komið út á tólf tungumálum. Leikritið var fyrst sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 2001 en nú er aftur á fjölunum. Aðalleikararnir í uppsetningu Borgarleikhúsins voru ekki fæddir þegar leikritið var fyrst sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 2001. Leikararnir ungu eru orðnir spenntir fyrir frumsýningunni og hlakka til vetrarins.

Stór börn ,,Við hlökkum til að frumsýna og við verðum öll á svæðinu, ef eitthvað skyldi nú gerast á frumsýningunni,” segir Gunnar Hrafn en hann fer með hlutverk Brimis sem er annað tveggja aðalhlutverka í Bláa hnettinum. Iðunn Ösp fer með hlutverk Huldu sem er besta vinkona Brimis.

35. tbl. 2015, Blái Hnötturinn, leikarar, SH1609202141

ÆTLA ÖLL AÐ VERÐA LEIKARAR: Gunnar, Guðríður, Hjörtur og Iðunn leggja undir sig stóra svið Borgarleikhúsins og eru staðráðin í að gera leiklistina að ævistarfi.

Fjölmargir koma að sýningunni og þurftu leikararnir ungu að leggja heilmikið á sig enda töluvert verk að taka þátt í söngleik. Þau Gunnar Hrafn og Iðunn Ösp fara með hlutverk Huldu og Brimis en Hjörtur Viðar og Guðríður hafa æft hlutverkin samtímis. Það má ekkert fara úrskeiðis sem gæti komið í veg fyrir að leikararnir geti ekki mætt. En hvernig er þeim tekið af samnemendum sínum?

,,Vel núna, það var aðeins verið að stríða mér þegar að ég lék í Billy Elliott, en núna er öllum sama þannig séð. Það eru allir vanir því að ég sé að leika og svona,“ segir Hjörtur Viðar en hann var einn þeirra sem að lék Billy Elliott á sínum tíma. Undir þetta taka hinir leikarnir og segja öll einum kór að allir séu orðnir vanir því  að sjá þau leika og syngja. Þrátt fyrir að vera vart fermd þá hafa þessir ungu krakkar komið víða við og tekið þátt í fjölmörgum leikritum, talsetningu og ýmsu fleiru.

 

Heimavinna á kvöldin

Æfingaferli á nýrri sýningu er langt og það tekur tímann að læra bæði dans og söng. Vinnudagurinn hefst klukkan 10 á morganna og stendur fram til klukkan fimm. En þá er væntanlega frí er það ekki? ,,Nei alls ekki við verðum að vinna upp það sem hinir eru að gera í skólanum, við sleppum ekki við það,” segir Iðunn Ösp sem hefur jafnframt æft fimleika af miklum krafti. Hún er eina í hópnum sem er ekki úr Kópavogi.

Það liggur því beinast við að spyrja hvort að listagyðjan sé búsett í Kópavogi. Spurning vekur kátínu hjá þessum ungu leikurum sem hafa ekki skýringu á því hvers vegna þrjú af fjórum séu öll úr sama bænum. ,,Örugglega bara algjör tilviljun,“ segir Guðríður og þar með eru þau rokin aftur inn á svið því það syttist í frumsýningu.

35. tbl. 2015, Blái Hnötturinn, leikarar, SH1609202141

BRIMIR OG HULDA SINNUM TVEIR: Þrátt fyrir langan vinnudag þá er stutt í húmorinn og leikgleðina.

35. tbl. 2015, Blái Hnötturinn, leikarar, SH1609202141

SUNGIÐ DANSAÐ OG LEIKIÐ: Söngleikurinn er fullur af fjöri og gleði. Uppfærslan en litrík og leikmyndin í takti við það. ,,Við ætlum öll að verða leikarar í framtíðinni,” segja þessir ungu en mjög reyndu leikarar.

37. tbl. 2016, Blái Hnötturinn, borgarleikhús, Gunnar Hrafn, Iðunn Ösp, leikarar, Leikhús, VI1609089944

MIKIÐ SJÓNARSPIL: Skuggalegar verur, djúpir dalir, ævintýr, æskufjör og ótrúleg ærsl er það sem boðið verður upp á sviði Borgarleikhúsins.

37. tbl. 2016, Blái Hnötturinn, borgarleikhús, Gunnar Hrafn, Iðunn Ösp, leikarar, Leikhús, VI1609089944

EKKI LENGUR Í MÍNUS: Björn Stefánsson, fyrrverandi trommuleikari, hefur yfirgefið kjuðann fyrir leiklistina. Hann var á sínum tíma trommari í hljómsveitum á borð við Mínus og Motion boys en snéri sér að leiklist fyrir nokkrum árum en hana nam hann í Danmörku. Björn fer með hlutverk Glaums eða Gleði-Glaums en hann kemur lífi barnanna í mikið uppnám þegar að hann lendir á Bláa hnettinum.

Séð og Heyrt dansar af gleði.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Related Posts