Sienna Rose Diana Miller, betur þekkt sem Sienna Miller, er tískufyrirmynd margra kvenna úti um allan heim.
Sienna fæddist árið 1981 í New York. Þegar hún var eins árs flutti fjölskyldan til London. Móðir Siennu er frá Suður-Afríku og starfaði sem fyrirsæta. Faðir hennar er amerískur og starfaði sem bankastarfsmaður áður en einbeitti sér svo að braski með kínverska list. Miller á eina systur, Savannah, og tvo hálfbræður.

Sienna lék í sinni fyrstu mynd árið 2001. Stóra tækifærið kom hins vegar árið 2004 þegar hún lék í myndinni Alfie með Jude Law. Sienna og Jude byrjuðu síðan saman og var sambandið vinsælt efni slúðurmiðla. Þau trúlofuðu sig á jóladag sama ár. Í júlí 2005 steig Jude Law fram og viðurkenndi að hafa haldið fram hjá Siennu með barnfóstru barna sinna. Þau hættu síðan saman í nóvember 2006.

Í dag er Miller í sambandi við leikarann Tom Sturridge og eru þau trúlofuð. Þau eignuðust dótturina Marlowe í júlí árið 2012.
Sienna hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna eins og BAFTA og Golden Globe.
Sienna hefur alltaf vakið athygli fyrir fallegan stíl og er óhrædd við að taka áhættu. Hún er sannkölluð „boho chic“.

Sienna Miller

STÓRKOSTLEG: Stórkostleg á Golden Globe árið 2007 í Marchesa-kjól. Greiðslan vakti mikla athygli enda fór hún Siennu afar vel.

Sienna Miller

Á RÖLTINU: Sæt röltandi um stræti.

Sienna Miller

SÆT SAMAN: Sienna og maðurinn hennar, leikarinn Tom Sturridge.

Sienna Miller

SÆT Í GULU: Sæt og sumarleg í gulum toppi við„boyfriend“-gallabuxur.

Sienna Miller

ÆÐISLEG: Æðisleg á Óskarnum fyrr á þessu ári í Oscar De La Renta.

Sienna Miller

KLASSÍK: Klassísk í svarti peysu og „boyfriend“-gallabuxum.

Sienna Miller

GÆJALEG: Gæjaleg með sólgleraugu og hatt.

 

ÿØÿà

TÖFFARI: Töffari í rifnum gallabuxum og „boyfriend blazer“.

Sienna Miller and Jude Law attends the Costume Institute Gala Benefit to celebrate the opening of the "American Woman: Fashioning a National Identity" exhibition at The Metropolitan Museum of Art on May 3, 2010 in New York City. "American Woman: Fashioning A National Identity" Costume Institute Gala at The Metropolitan Museum of Art - Arrivals The Metropolitan Museum of Art New York, NY United States May 3, 2010 Photo by Kevin Mazur/WireImage.com To license this image (17254233), contact WireImage.com

MYNDARLEGT PAR: Jude Law og Sienna Miller voru vinsælt efni ljósmyndara enda myndarlegt par með eindæmum. Hérna eru þau á Costume Institute Gala þegar allt lék í lyndi – Sienna æðisleg í Pucci-kjól.

 

Related Posts