Ljósmyndarinn og matarlistamaðurinn Áslaug Snorradóttir (49) sýnir fólki hvað Ísland hefur upp á að bjóða:

Áslaug Snorradóttir er ekki bara ljósmyndari heldur líka matgæðingur mikill og sameinar þetta tvennt í matreiðslubókum. Í nýjustu bók sinni ferðast Áslaug um landið, heimsækir ræktendur og matgæðinga, töfrar fram veislur sýnir fólki að ýmiss konar hráefni sem finnst hér á landi er sannkölluð ofurfæða.

GLÆSILEG: Sólveig Pétursdóttir, fyrrum dómsmálaráðherra, geislaði af fegurð, svo eftir var tekið, hún mætti í góðra vinkvennahópi.

GLÆSILEG: Sólveig Pétursdóttir, fyrrum dómsmálaráðherra, geislaði af fegurð, svo eftir var tekið, hún mætti í góðra vinkvennahópi.

Nammi, namm „Þessi bók er um nærumhverfið okkar og matinn sem við getum fengið úr náttúrunni í kringum okkur. Þetta er svona stemningsbók sem snýst bara um gleði og matargerð,“ segir Áslaug þegar hún er beðin um að lýsa bókinni í nokkrum orðum.

„Bókin snýst um stemningu, vellíðan og ástríðu fyrir landinu. Þetta er ekki svona hefðbundin uppskriftabók, maður þarf bara að skoða hana og þá kemst maður í frábært stuð.“

HRESS OG KÁT: Fyrrverandi þingmaðurinn og lífskúnstnerinn Guðrún Ögmundsdóttir leit inn hjá vinkonu sinni og skemmti sér konunglega.

HRESS OG KÁT: Fyrrverandi þingmaðurinn og lífskúnstnerinn Guðrún Ögmundsdóttir leit inn hjá vinkonu sinni og skemmti sér konunglega.

Íslensk ofurfæða

Áslaug segir náttúru Íslands algjöra gersemi þegar það kemur að mat og fæðan úr náttúrunni sé ofurfæða.

„Þetta eru allt réttir frá landinu, þó það sniglist einn parmesanostur eða hneta inn í, þá eru þetta allt hlutir sem við finnum hérna á landi eins og fiskur og grænmeti. Það er allt til alls hér.“

„Þetta er ofurfæða, þú græðir á því að borða allt sem er hér í okkar umhverfi. Það er svo æðislega öflug hráefni til hérna sem gerir fólki gott. Íslenska vatnið er svo gott og svo eigum við til dæmis þarann sem er einstaklega næringarríkur.“

ÞRUSUSTUÐ: Áslaugu var vel fagnað af vinkonum sínum og það voru allir í frábæru stuði í góða veðrinu.

ÞRUSUSTUÐ: Áslaugu var vel fagnað af vinkonum sínum og það voru allir í frábæru stuði í góða veðrinu.

Engir matarfordómar

Áslaug er vel sjóuð þegar það kemur að því að gera matarbók en hún er ekki föst í ákveðnum formi eða ákveðnum réttum. Hún hefur tekið þátt í hinum ýmsu verkefnum og skrifað um mat sem finnst alls staðar í heiminum.

„Ég hef örugglega komið að um 15 bókum en hef bara gefið tvær út sjálf. Þetta eru mjög fjölbreyttar bækur. Þessi fjallar til dæmis um það sem er hægt að finna í okkar náttúru en svo hef ég líka, sem dæmi, skrifað þrjár bækur með Yesmine Olsson um indverska matargerð. Ég er alveg æðislega alls konar þegar kemur að matargerð og hef enga matarfordóma,“ segir Áslaug þar sem hún er stödd upp í sumarbústað og sötrar blómaseyði.

SPENNTIR GESTIR: Allir hlökkuðu til að fá pönnsur.

SPENNTIR GESTIR: Allir hlökkuðu til að fá pönnsur.

Áslaug er fær ljósmyndari og tók flestar myndirnar í bókinni sjálf en þó ekki allar.

„Ég tók flestar myndirnar sjálf en ég bauð öðrum að vera með í þessu. Þar kemur þessi „alls konar týpa“ fram í mér, það gefur þessu skemmtilegt ívaf að fá gesti með. Það er alveg æðislega gaman að búa til matreiðslubók og þá sérstaklega þegar maður er bara úti á landi og leyfir hugmyndunum að koma til sín. Ég er með beinagrind að bókinni en svo leyfi ég þessu bara að gerast.“

GLÆSILEG SAMAN: Fréttakonan Thelma Tómasson tók ungviðið með og skemmti sér vel.

GLÆSILEG SAMAN: Fréttakonan Thelma Tómasson tók ungviðið með og skemmti sér vel.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts