Björn Jón  Bragason (37) rýnir í afleiðingar hrunsins:

Fjölmargir litu við í útgáfuhóf Björns Jóns Bragasonar þar sem útgáfu bókar hans Gjaldeyriseftirlitið – Vald án eftirlits var fagnað.  Útgáfuteitið var haldið í Mengi við Óðinsgötu sem er skemmtilegur fjölnota listasalur. Í bókinni segir frá tilurð gjaldeyrishaftanna, útfærslu og hvernig þeim var beitt gegn ýmsum fyrirtækjum. Fróðleg lesning fyrir áhugamenn um afleiðingar hrunsins.

 

FEÐGIN LITU VIÐ: Ólafur Arnarson, nýkjörinn formaður Neytendasamtakanna, og dóttir hans, Þórdís Sesselja, litu við.

FEÐGIN LITU VIÐ: Ólafur Arnarson, nýkjörinn formaður Neytendasamtakanna, og dóttir hans, Þórdís Sesselja, litu við.

 

FJÖLHÆFUR OG FÆR: Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og lögfræðingur, er afkastamikill á ritvellinum. Hann var kampakátur í útgáfuteitinu sem tókst feiknavel.

FJÖLHÆFUR OG FÆR: Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og lögfræðingur, er afkastamikill á ritvellinum. Hann var kampakátur í útgáfuteitinu sem tókst feiknavel.

 

Kjarkur „Ég hef mikinn áhuga á því sem hefur verið að gerast eftir hrun í dómsmálum og meðferð og misbeitingu valds. Við þurfum gagnrýni í lýðræðisþjóðfélagi, aðhald er samfélaginu og stjórnvöldum nauðsynlegt. Það hefur verið skortur á bókum af þessu tagi hér á landi,“ segir rithöfundurinn, lögfræðingurinn og sagnfræðingurinn Björn Jón Bragason.

SNJALLIR SPJALLA: Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, og Jónas Sigurgeirsson bókaútgefandi ræddu þjóðmálin.

SNJALLIR SPJALLA: Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, og Jónas Sigurgeirsson bókaútgefandi ræddu þjóðmálin.

 

SAMHERJAR: Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Björn Jón höfðu um margt að spjalla enda er mál tengt Samherja til umfjöllunar í bókinni.

SAMHERJAR: Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Björn Jón höfðu um margt að spjalla enda er mál tengt Samherja til umfjöllunar í bókinni.

 

REFFILEGIR HERRAMENN: Sjómaðurinn og varaþingmaðurinn Jón Ragnar Ríkharðsson nældi sér í áritað eintak. Hann slær á létta strengi með Guðmundi H. Garðarssyni.

REFFILEGIR HERRAMENN: Sjómaðurinn og varaþingmaðurinn Jón Ragnar Ríkharðsson nældi sér í áritað eintak. Hann slær á létta strengi með Guðmundi H. Garðarssyni.

 

GLAÐLEG Á GÓÐRI STUNDU: Gísli Reynisson, Sigríður Bryndís Stefánsdóttir og Friðjón Friðjónsson áttu ekki í neinum vandræðum með góða skapið.

GLAÐLEG Á GÓÐRI STUNDU: Gísli Reynisson, Sigríður Bryndís Stefánsdóttir og Friðjón Friðjónsson áttu ekki í neinum vandræðum með góða skapið.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts