Emmyverðlaunin fara fram í september: 

Tilnefningar til Emmy verðlaunanna 2016 voru birtar í gærmorgun og fyrir Adele, Beyoncé og Cuba Cooding Jr. þýða þær meira en bara enn einn möguleikann á verðlaunum. Öll þrjú gætu orðið EGOT verðlaunahafar, það er að hafa hlotið Emmy, Grammy, Oscar og Tony verðlaun á ferlinum.

Beyoncé er tilnefnd til sinna þriðju Emmy verðlauna fyrir aðstoðarleikstjórn myndar og plötu hennar Lemonade. Hún hefur unnið 17 Grammyverðlaun á sólóferlinum og þrjú til viðbótar með sveitinni Destin´s Child.

Adele er tilnefnd til sinna fyrstu Emmy verðlauna, fyrir viðburðinn Adele Live In New York City. Hún er þegar komin með tvenn verðlaun til að fylla EGOT nafnbótina, hún fékk Óskar 2013 fyrir titillag James Bond myndarinnar Skyfall og hefur síðan 2008 unnið alls tíu Grammyverðlaun.

Emmy verðlaunin verða afhent sunnudaginn 18. september næstkomandi og alls eru 113 flokkar á verðlaunahátíðinni.

Heildarlista yfir vinningshafa má sjá hér.

Lestu Séð og Heyrt alla daga.

 

 

Related Posts