Söngkonan skemmtilega Adele (28) hefur undirritað samning við Sony og hljóðar hann upp á níutíu milljónir punda eða um 16 milljarða íslenskra króna, og ef að samningurinn væri greiddur út í einu lagi er um að ræða stærsta plötusamning sögunnar.

Sony óskaði eftir samstarfi við Adele eftir að samningur sem hún undirritaði 19 ára gömul við útgáfufyrirtækið XL rann út.

Andvirði Adele er um 85 milljónir punda eða um 15 milljaðar íslenskra króna, þar af hefur sala á nýjustu plötu hennar 25 skilað um 35 milljónum punda í kassann.

Margir þakka Adele fyrir að plötusala hefur aukist um allan heim, en 25 hefur selst í meira en nítján milljónum eintökum. Og önnur plata hennar, 21, sem kom út árið 2011 hefur í dag selst í meira en þrjátíu milljón eintökum um allan heim, sem gerir hana að söluhæstu plötu síðasta áratugar.

Adele frumsýndi nýtt myndband á Billboard tónlistarverðlaununum á sunnudags, um er að ræða þriðja lagið sem gefið er út af 25, „Send My Love (To Your New Lover)“ og nú þegar eru áhorf á youtube að nálgast þrjár milljónir.

 

Séð og Heyrt skemmtilegt alla daga.

 

Related Posts