Adele (27) galddi lítið hjarta:

Söngkonan Adele er greinilega með hjarta úr gulli og gefur af sér.

Adele ákvað að heimsækja hina tólf ára Rebeccu Gibney en hún er alvarlega veik þar sem hún þjáist meðal ananrs af heilalömun og flogaveiki.

Móðir Rebbeccu, Tracy Gibney, bjó til netákall þar sem hún bað Adele um að senda dóttur sinni, sem er mikill aðdáandi söngkonunnar, skilaboð.

SPJALLAÐ: Adele stoppaði í stutta stund og ræddi við Rebeccu.

SPJALLAÐ: Adele stoppaði í stutta stund og ræddi við Rebeccu.

Adele gerði þó gott betur en það og ákvað að mæta á staðinn, Rebeccu litlu til mikillar ánægju.

Tracy fékk símtal frá fólki Adele þar sem þau sögðu henni að söngkonan hefði mikinn áhuga á að heimsækja Rebeccu litlu en það ætti að vera leyndarmál og Rebecca mætti ekki vita af því. Það kom engum á óvart að Rebecca lifnaði öll við þegar hún sá Adele enda ekki á hverjum degi sem maður fær að hitta hetjuna sína.

SÆTAR SAMAN: Rebecca var himinlifandi þegar Adele stig inn um dyrnar.

SÆTAR SAMAN: Rebecca var himinlifandi þegar Adele stig inn um dyrnar.

 

TAKK: Móðir Rebeccu þakkaði Adele innilega fyrir heimsóknina.

TAKK: Móðir Rebeccu þakkaði Adele innilega fyrir heimsóknina.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts