Nýtt myndband frá Adele (28): 
Hin stórskemmtilega og hæfileikaríka Adele mun frumsýna nýtt tónlistarmyndband á Billboard tónlistarverðlaununum sem fara fram næsta sunnudag. Myndbandið er við lagið „Send My Love (To Your New Lover)“, sem kom út á þriðju plötu Adele 25 í nóvember sl. en platan hefur setið á Billboard 200 listanum í tíu vikur samfleytt.
Adele tísaði klippu af myndbandinu á Twitter, þar sem að hún sést í rósöttum síðkjól með svartan bakgrunn. Patrick Daughters (Yeah Yeah Yeahs’ „Maps,“ Muse’s „Stockholm Syndrome“) directed the clip in London. „Send My Love (To Your New Lover)“ er þriðja lagið sem gefið er út af 25 og fylgir í kjölfar stórsmellanna“Hello“ og „When We Were Young.“
Adele er um þessar mundir á tónleikaferðalagi um Evrópu og eru allir tónleikar löngu uppseldir. Ferðalaginu um Evrópu lýkur 22. júní nk. og þá tekur við tónleikaferðalag um Bandaríkin sem standa mun yfir frá 5. júlí til 15 nóvember nk.
Billboard tónlistarverðlaunin munu eins og áður segir fara fram sunnudaginn 22. maí nk. í T-Mobile Arena í Las Vegas og verða sýnd í beinni útsendingu á ABC. Ludacris og Ciara verða kynnar og flytjendur verða Britney Spears, Rihanna, Celine Dion, Justin Bieber, Shawn Mendes, Ariana Grande, Demi Lovato, DNCE, P!nk, The Go-Gos, Nick Jonas, Fifth Harmony, Troye Sivan, Blake Shelton og Gwen Stefani. Madonna mun einnig koma fram og heiðra minningu Prince. Adele er meðal tilnefndra á verðlaununum, en hún keppir á móti Drake, Rihanna, Little Big Town og the Weeknd um afreksverðlaun Billboardlistans en aðdáendur velja sigurvegara þeirra.

 

 

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts