Adele (27) túrar:

Söngkonan Adele er ein sú allra vinsælasta um þessar mundir og nú fá aðdáendur hennar að upplifa hana á sviði í fyrsta skipti í fimm ár.

Adele greindi frá því á Instagram síðu sinni að hún myndi túra um Evrópu á næsta ári.

Adele hafði áður haldið því fram að hún myndi ekki fara á tónleikaferðalag en segir nú að hún hafi einfaldlega verið að „blöffa“.

Það er ljóst að margir aðdáendur Adele iða nú í skinninu eftir því að sjá Adele á sviði og klárt að miðar á tónleika hennar munu rjúka út eins og heitar lummur.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts