Adele (27) ætlar að hugsa um fjölskylduna:

Söngkonan Adele er ein allra vinsælasta söngkona heims þessa daganna og er nú á gríðarstórum heimstúr.

Tónleikaferð Adele saman stendur af 105 tónleikum víðs vegar um Bandaríkin og Evrópu en eftir þennan túr ætlar Adele að taka sér frí.

Söngkonan segist ætla að taka sér algjört frí frá tónlist í heil fimm ár til að geta eytt meiri tíma með þriggja ára syni sínum og unnusta sínum, Simon Konecki.

ÆTLAR Í FRÍ: Adele er ein vinsælasta söngkona heims en ætlar að taka sér frí frá tónlist.

ÆTLAR Í FRÍ: Adele er ein vinsælasta söngkona heims en ætlar að taka sér frí frá tónlist.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts