Það getur verið hagkvæmt að vera á gestalista og fá frítt inn. Sitja jafnvel á honum í mörg ár og fá alltaf frítt inn. En þetta bítur í skottið á sér.

Hér á árum áður var ég á gestalista Þjóðleikhússins og sótti frumsýningar, mest til að gleðja ástina mína á fríkvöldum og yfirleitt voru sýningarnar ágætar og leikararnir fínir. En það sama gilti ekki um frumsýningaragestina á gestalistanum. Alltaf sama fólkið að lepja hvítvín fyrir og eftir sýningu og jafnvel í henni miðri þegar var hlé.

„Ég vil ekki vera í þessum selskap,“ sagði ég við konuna eftir eina sýninguna og sendi þjóðleikhússtjóra í framhaldinu tölvupóst þar sem ég stakk upp á að gestalistinn yrði endurnýjaður. Eftir það var mér ekki boðið aftur.

Reyndar er gestalistinn í Þjóðleikhúsinu orðinn ákveðið vandmál fyrir leikara sem finnst erfitt að frumsýna fyrir þennan sama áhorfendahóp sem alltaf verður eldri og eldri og stundum er eins og frumsýningarmiðarnir erfist. Sérstaklega á þetta við um léttari leikverk og nútímalegri sem ná ekki í gegn hjá salnum sem situr sem fyrr. Sama gildir um opinber listasöfn þar sem gestalistinn virðist ljósrit af gestalista leikhúsanna.

Hér í blaðinu í dag má þó sjá dæmi um nýjan og öðruvísi gestalista en hann er hjá fjárfestingafélaginu Gamma sem opnað hefur gallerí í höfuðstöðvum sínum í Garðastræti. Þar er bara að finna miðaldra karlmenn með mikil fjárráð. Og það getur verið hagkvæmt fyrir listamanninn.

En þegar landið er lítið og fólkið fátt er ekki við öðru að búast en að sama fólkið sé að rekast á þegar efnt er til listviðburða. Og það gerir lífið bara skemmtilegra þegar öllu er á botninn hvolft, eins og Séð og Heyrt í hverri viku og allan sólarhringinn á vefnum.

eir’kur j—nsson

En gestalista þarf að endurnýja líkt og fjölskyldubíla. Allt gengur þetta úr sér í tímans þunga fljóti. Góðar stundir.

Eiríkur Jónsson

Related Posts